Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 19
^CrabbameÍHssUrÓHÍHgÍH Sum af verkefnum krabbameinsfélaganna eru öllum almenningi kunn, eins og starf- semi krabbameinsleitarstöðvanna, fræðslu- starfsemi í útvarpi ogskólum, bæði í Reykja- vík og víðsvegar um landið, baráttan þar gegn reykingum og fræðslubæklingar um vissar tegundir krabbameina og varnir gegn þeim. Hinsvegar liggja önnur veigamikil verk þeirra lengst af í þagnargildi, er sjald- an eða aldrei getið opinberlega, og aðeins þröngur hópur manna hefur hugmynd um að þau séu unnin. Eitt af hinum merkustu þeirra er krabba- Samþykkt, sagði hann og rétti mér hend- ina. í vikunni sem leið fékk ég bréf frá pró- fessornum. Mér líður ljómandi vel eftir hamskiptin, en hvernig líður þér? Ég gat svarað í fullri einlægni að ég hefði aldrei kunnað eins vel við mig í bílnum og einmitt nú. Nú get ég beinlínis notið þess að sitja við stýrið, já, hreint og beint notið þess að brosa til bjálfanna sem þjóta fram- hjá með tunguna út úr trantinum, til þess að komast nokkrum mínútum fyrr á áfanga- staðinn og eru svo í skínandi vandræðum með hvernig þeir eigi að drepa þessar mín- útur. Furðulegt hverju hægt er að koma til leið- ar, ef við gott og greint fólk er að skipta. Og það áttum við báðir. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Ölafur Bjarnasoti dósent meinsskráningin. Forstöðumaður hennar er Ólafur Bjarnason dósent, sem hefur skipu- lagt hana og fært í það form sem hún er, en fyrirmynd hennar er að rniklu leyti kornin frá Danmörku. Það er öllum ljóst sem fást við krabbameinsrannsóknir eða fylgjast með þeirn á einhvern liátt, hve mikilvæg skrán- ing krabbameinsins er, enda er hún fastur liður í skýrslum þeim, sem formenn krabba- meinsfélaganna á Norðurlöndum gefa á að- alfundi Norræna krabbameinssambandsins ár hvert. Og nú fyrir skömmu héldu allir forstöðumenn krabbameinsskráninganna á Norðurlöndum með sér fund í Kaupmanna- höfn, undir forsæti prófessors Klemmensen, sem varð upphafsmaður hennar í Danmörku og gerðist þannig brautryðjandi á því sviði á Norðurlöndunum og hinn fyrsti sem efndi til slfkrar þjóðarskráningar í heiminum. Ól- afur Bjarnason kom að sjálfsögðu fram fyrir hönd íslands á þessum fundi. Þar var rætt um framtíðarskipulag og samræningu skrán- ingarinnar á öllum Norðurlöndunum og hugmyndir um samvinnu allra Norðurland- anna varðandi vísindalegar rannsóknir á vissum tegundum krabbameina, er byggðust að meira eða minna leyti á þeim upplýsing- um sem krabbameinsskráningarnar gætu 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.