Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 11
Sjálfsathugunin Það veltur á mjög miklu að konurnar kunni rétta aðferð við sjálfsathugun á brjóst- unum, alveg á sama hátt og að læknirinn kunni hin nákvæmlega réttu tök þegar hann athugar sjúklingana. Fyrsta stig sjálfsathug- unarinnar er að skoða þau nákvæmlega frammi fyrir spegli. Það á að benda konun- um á eðlilegan stærðarmun brjóstanna, sem er algengur, en vekur ef til vill fyrst at- hygli þeirra er þær fara að athuga þau ná- kvæmlega frammi fyrir speglinum. Það þarf einnig að kenna þeim að líta eftir ósamræmi í línum brjóstanna, dældum í húðina og jalnvel bjúg, sem hefur í för með sér út- víkkun á svitaholunum, einnig hvort vört- urnar hafa flatzt út, dregizt inn eða breikk- að. Hver skurfa á yfirborði vörtunnar, hversu smávægileg sem hún kann að vera, glær, blóðug eða grænleit útferð, sem kemur sjálfkrafa úr vörtunni, er einkenni sjúk- dóms, sem sjálfsagt er að láta lækni athuga. Þetta gildir þó síður um ófrískar konur. Annað stigið er að konan liggi á bakið og rannsaki fyrst innri helming brjóstsins með fingrum mótsettu handarinnar. Hreyf- ingin verður að vera mjúk, því þreifiskynið er nákvæmast með léttri snertingu. Allt inn- anvert brjóstið er íannsakað frá línunni beint uppaf og niðuraf brjóstvörtunni að brjóstbeinsröndinni ,allt frá viðbeininn og niður í fellinguna undir brjóstinu. Þegar því er lokið, renna fingurnir sér yfir neðri, ytri hlnta brjóstsins, frá fellingunni undir því og npp í handholið. Rannsókninni lýk- ur í efsta ytri hluta brjóstsins, sem er vanda- samast að atliuga. Það er á þessu svæði brjóstsins, sem oftast finnast meinlausir hnútar og þrimlar, sem varla eða ekki geta taliz.t sjúkdómseinkenni, en þar er einnig algengast að myndist æxlishnútar. Því ætti alltaf að atlmga þetta svæði með sérstakri athygli. Þegar konur hafa tileinkað sér rannsókn- araðferðina fullkomlega, gera þær sér grein FRÉTTABRÉF UM HKII.BRIGÐISMÁL fyrir sérkennum brjóstanna og kunna þau í smáatriðum, eins og þau koma frarn við margítrekaðar athuganir. En þá eru allar líkur til þess að þær verði varar við, jafnvel minnstu hnúta og önnur sjúkdómseinkenni, um leið og þau kunna að myndast. Þegar svo kemur til kasta læknisins og hann er búinn að fá sjúkrasögu sjúklingsins og rannsaka brjóstin, verður hann að gera sér grein fyrir, hvort um meinlausar lífeðl- isfræðilegar breytingar sé að ræða, svo sem aukna þrimlamyndun í brjóstinu, eða raun- verulegan, alvarlegan sjúkdóm. I fyna tilfellinu þarf ekki annað en að gera ráðstafanir til að sanna tilveru og eðli sjúkdómsins. Það eru sérstök einkenni, sem er ákveðin ábending urn raunverulegan sjúkdóm og aldrei má láta afskiptalaus. Þau eru: 1. Fastur hnútur. 2. Greinileg stækkun og breyttur þéttleiki brjóstsins. 3. Einkenni inndráttar, svo sem dæld í húð- ina, skekking eða inndráttur á brjóst- vörtunni. 4. Roði eða bjúgur í brjóstinu, útvíkkun á kirtilopum. 5. Sjálfkrafa útferð úr vörtunni, fleiður og sár eða jafnvel hreistnrmyndun á húð- þekju vörtunnar. Læknirinn getur nú leitt líkur að því hver sjúkdómurinn sé, en það er ekki fullnægj- andi. Krafa sjúklingsins og læknisins verður að vera ótvíræð greining. Læknirinn getur ekki sætt sig við annað en fnlla sönnun þess hver sjákdómurinn sé, því meðferðun verð- ur gagnólík eftir því hvers eðlis hann er. Þegar æxli eru góðkynjuð þarf venjulega ekki að nema burtu nema lítið stykki úr brjóstvefnum, en sé um krabbamein að ræða, verður að gera stóraðgerð, sem veld- ur afmyndun og má aldrei koma til greina að gerð sé að nauðsynjalausu. Hið eina, sem læknirinn getur fullkomlega treyst er smá- 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.