Heilbrigðismál - 01.07.1966, Qupperneq 8

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Qupperneq 8
um verður hugsað til þess, að ef til vill muni það líka sækja hann heim. Og óttinn blossar upp í hvert sinn, sem minnzt er á sjúkdóm- inn, á sama hátt og ný draugasaga eykur á myrkfælnina. Ég fæ ekki séð, að við þessu sé neitt að gera annað en mælast til þess við hvern og einn að hann leyfi skynseminni að ráða, í stað þess að láta ímyndunaraflið og hræðsluna hlaupa með sig í gönur. Það er jafn sjálfsagt að leita læknis, ef einhver ein- kenni koma í ljós, sem bent gætu til krabba- meins, eins og það er fráleitt að sökkva sér stöðugt niður í sjúklegar bollaleggingar um krabba hér og krabba þar; það er jafn sjálf- sagt fyrir konu, sem komin er yfir þrítugt, að þreifa endrum og eins á brjóstum sínum, t. d. eftir hverjar tíðir, í leit að beri, eins og það er fráleitt að byrja og enda hvern dag með slíkri leit. Þær konur, sem það gera, eru veikar af krabbameinshræðslu, og ég hef ekki trú á, að sá kvilli læknist með því einu, að fellt sé niður allt tal um krabbamein. Allir vita, hve borgarbúanum er nauðsyn- legt að þekkja einföldustu reglur götuum- ferðar og líta kringum sig, áður en hann Ieggur af stað yfir fjölfarið stræti, og flestir viðurkenna góða og gilda þá viðleitni slysa- varnafélaga að fræða almenning um hættur akbrautanna. En væri það ekki meira en lít- il fjarstæða, ef fólk léti leiðbeiningar um slysavarnir og umferðareglur hafa þau álirif á sig, að það bókstaflega þyrði ekki að ganga yfir götu, en sæti heima sýknt og heilagt og hugsaði ekki um annað en bílslys, beinbrot og slysadauða? Mér hefur orðið svo tíðrætt um krabba- meinshræðslu vegna þess, að í hugum margra er hún afleiðing krabbameins- fræðslu. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Fróðleikur um eðli sjúkdóms og varnir gegn honum á að skýra málið og auka bjartsýni ,ekki baka mönnum kvíða og dauð- ans angist. Því lilýtur að valda eitt af tvennu — að fræðslan sé ekki réttilega veitt eða hennar ekki réttilega notið, nema hvort- tveggja sé. Þessi ágæta grein, Þórarins Guðnasonar læknis, birtist í tímaritinu Heilbrigt líf fyr- ir 10 árum. Þar sem hún er enn í fullu gildi og á ekki síður erindi til almennings nú, en hún átti þá, fékk ég leyfi höfundarins til að birta hana í Fréttabréfinu og flyt ég hon- um þakkir mínar fyrir. Það stendur því miður að miklu leyti ó- haggað sem Þórarinn segir, að við vitum ennþá næsta lítið um krabbameinið. Þó rná geta þess að öll þessi ár hafa vísindamenn um allan heim, og þá fyrst og fremst læknar meðal þeirra, barist þrotlausri baráttu til að skýra betur eðli og aðfarir krabbameinsins. Það getur enginn gert sér í hugarlund hvað miklu fé og hversu miklum tíma og heila- brotum hefur verið varið til að nálgast lausn þess. Þó hún sé enn þokunni hulin og eng- anvegin fundin hefur þó margt gerst og komið fram í dagsljósið sem gefur ástæðu til að vona að lausn hinnar miklu gátu færist nær. Meðal annars má nefna að þáttur veir- unnar í myndun krabbameina hjá ýmsum dýrategundum hefur gefið þeirri skoðun byr undir báða vængi að hún kunni einnig að geta átt sinn þátt í myndun krabbameina hjá mönnum. Sannist það, er stórkostleg bylting á öllum skilningi okkar á eðli krabbameinsins og meðferð þess í vændum. Krabbameinstegund sem myndast í börn- um á vissu svæði í Afríku, gefur fyllsta til- efni til að ætla að þar séu veirur að verki, þó hvergi sé það sannað. Af þessum ástæðum og fleiri eru margir vísindamenn orðnir svo bjartsýnir að trúa því, að þeir standi nú við þröskuld dyra sem hafa verið rammlæstar frá ómunatíð, en muni bráðum opnast og með jreim útsýn er bregði nýju ljósi inn í hinn mikla myrkra- heim krabbameinsgátunnar. Bj. Bj. 8 FRÉTTABRÉF UM HF.TI.IiRTGÐISMÁI.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.