Heilbrigðismál - 01.07.1966, Side 9

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Side 9
Þrautir i fótum (Úr timaritinu Helse) Er hægt að alstýra þeim? Blóðrásin er lokað leiðslukeríi, sem hjartað dælir blóðinu gegnum. Frá slagæð- unum flyzt það og dreyfist til innri liffæranna, vöðvanna. húðarinnar og þaðan með bláæðunum til hjartans aftur. Þessi grein fjallar um sjúkdóma í slagæðunum. Æðakölkun (Arteriosclerosa) er algeng- asti sjúkdómurinn í slagæðunum. Með dæl- ingu hjartans myndast allmikill þrýstingur í æðunum og eins og í öllum starfandi líf- færum verða sjúklegar breytingar í þeim með aldrinum. Veggir þeirra þykkna og það sezt í þá kalk og önnur efni. Heilbrigðar æðar eru með sléttum inn- veggjum. Af orsökum sem enn eru lítið kunnar safnast með tímanum í þær fita, sér- staklega í innsta lagið. Þá myndast gulleytir blettir í þeim og ójöfnur, sem seinna geta orðið að bandvef. Þessar ójöfnur geta síðan stækkað við það að blóðplötur hrúgast upp í þeim og æðin jafnvel lokast. Blóðrásin hverfur þó ekki með öllu því æðarnar eru búnar fjölda af hliðargreinum, sem geta víkkað og myndað nýjar leiðir fyrir blóð- rásina. Jafnvel lokun á aðalslagæð getur lík- aminn bætt þannig af eigin rammleik. Venjulega verður þó ekki komizt hjá því að dragi úr starfshæfni þeirra líffæra, er verða að fá blóð sitt gegnum hliðarbrautir, sem oft eru þröngar og hlykkjóttar. Það er mjög algengt að þrengsli, eða lokanir á slagæðum fótanna, verði til á þennan hátt. Einkenni þeirra eru vöðvaverkir í fótleggjunuin, sér- staklega þegar mikið reynir á leggjavöðvana. Til dærnis þegar gengið er upp bratta brekku eða hlaupið á jafnsléttu. Sé stanzað stutta stund hverfa verkirnir aftur. Sé um alvarlegar breytingar að ræða geta verkirnir komið eftir nokkurra metra göngu. Ein- kennin geta komið skyndilega ef æðin lok- ast allt í einu, en þá kemur oft bati smátt og smátt á nokkrum mánuðum, með því að nýjar leiðir myndast fyrir blóðið. Sjúklegar breytingar Hvað er það sem orsakar hinar sjúklegu æðabreytingar? Það er eitt af þýðingarmestu viðfangsefnum blóðrannsóknanna. Nokkrir þættir sem þar koma til greina eru þegar þekktir. Hjá sjúklingum sem hafa háan blóðþrýsting eru kölkunarsjúkdómar al- gengari en annars gerist, sérstaklega í smæstu slagæðunum. Sykursýki, lækkuð efnaskipti og sérstakir arfgengir sjúkdómar með auknu fitumagni í blóðinu eikur einn- ig hættuna. Lokun slagæða í fótunum skeður oft á svipuðum stað í lærinu þar sem æðin fer í gegnum gang sem myndast af lærvöðvunum og sinum þeirra. Þar verður hún fyrir þrýst- ingi og teygist á henni er vöðvarnir starfa. Á þeirn stöðum sem æðin greinist, eða leggst saman við beygingar t. d. á móts við hnéð, lokast hún einnig frekar en annarsstaðar. Því er þessvegna haldið fram að mikið erfiði með göngulagi í stigum og á steingólfum hafi ill áhrif. Stöðug áhrif kulda og raka hafa einnig skaðleg áhrif á blóðrásina í fót- unum og valda skemmdum á smá-æðunum. Þess hefur talsvert orðið vart hjá hermönn- um sem halda sig dögum saman í skotgiöf- um með fæturna meira og minna niður í köldu vatni og leðju. Kuldaáhrif geta or- sakað sérstaklega blóðrásartruflun er kemur fram sem samdrættir eða krampar í slagæð- J'RÉTTABRÍ'.F UM HEILlíRIGtílSMÁL. 9

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.