Heilbrigðismál - 01.07.1966, Síða 14

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Síða 14
Heilahristincjur (Úr timaritinu Helse) Sé meðferð á einföldum heilahristingi rétt, er hann að jafnaði hættulaus og veldur engu varanlegu meini.Áverkar á höfði mega heita daglegir viðburðir í umferðarslysum nútímans. Fólki stafar yfirleitt mikill ótti af heilahristingingi og öðrum meiðslum, sem snerta höfuðið og gerir sér miklar á- hyggjur út af afleiðingum þeirra. Heila- hristingurinn er algengastur allra áverka á heilann. Einkenni hans, sem eru glögg og ákveðin, hafa læknarnir þekkt frá ómuna- tíð, en hins vegar hefur það ekki legið Ijóst fyrir hvað raunverulega orsakaði þau. Eins og nafnið bendir til, var haldið að heilinn hristist þegar höfuðið yrði fyrir miklu höggi eða árekstri og að samtímis skeði miklar breytingar eða truflanir á blóðrás hans. Ameríski læknirinn Scott, telur sig hafa fært sönnur á með dýratilraunum hvað raunverulega gerðist þegar fólk fengi heila- Iiristing. Hann segir: „Eðlisfræðin kennir próf. Ólafur Bjarnason fyrirlestur um „Patologisk-anatomiska synspunkter". Rúmlega 70 þátttakendur sátu mótið, sem þótti takast með afbrigðum vel, enda allur undirbúningur og móttökur með ein- stæðum myndarbrag. Ferðastyrk frá „Nordisk Cannerunion" Idaut að þessu sinni Finninn Heikki J. Miettinen læknir, 10 þús. sænskar krónur, en það er vani að úthluta vísindastyrk á þessum þingum til einhvers vísindamanns, sem leggur stund á krabbameinsrannsókn- ir. F.inn íslendingur hefur hlotið þennan styrk, Hrafn Tuliníus læknir, 1963, en það þykir mikil viðurkenning og heiður að fá þennan styrk. okkur, að breyti kúlumyndaður hlutur um lögun, hækkar um leið þrýstingurinn inni í kúlunni." Högg sem hittir höfuð manns eða dýrs, breytir lagi þess og um leið þrýst- ingnum innan þess. Ef hann veitti hundum í svæfingu útreiknað högg á höfuðið, gat hann sýnt fram á að þrýstingurinn inni í hausnum óx verulega. Með því að staðdeyfa höfuð hundsins áður en hann veitti því höggið, komst hann að athyglisverðum nið- urstöðum. Þegar þrýstingurinn inni í Iiausniun óx, sem svaraði rúmlega systol- iskum jrrýstingi hjartans, eða m. ö. o. þeim þrýstingi, sem myndast í hjartahólfunum, þegar þau draga sig saman og dæla blóðinu út í slagæðarnar, missti dýrið meðvitund, þó að þrýstingshækkunin stæði aðeins brot úr sekúndu. Hins vegar missti hundurinn ekki meðvitund. þótt þrýstingshækkunin stæði miklu lengur ef hann fór ekki fram úr systoliska þrýstingnum. Ykist þrýstingurinn svo að hann væri jafn eða örh'tið hærri en systoliski þrýstingurinn, stóð meðvitundar- leysið í tvær mínútur þó þrýstingshækkun- in stæði aðeins hálfa sekúndu. Scott læknir dróg þá ályktun af tilraunum sínum, að höggið, sem lýstur höfuðið, orsaki breyt- ingu á lagi jiess og að um leið hækki þrýst- ingurinn innan þess. Ef þrýstingsaukningin fer fram úr systolu)irýstingnum þó ekki sé nema brot úr sekúndu, veldur það meðvit- undarleysi sem sennilega orsakast af að blóðrennsli til heilans hindrast. Súrefnisneyzla heilans er geysimikil og hann er með afbrigðum viðkvæmur fyrir súrefnisskorti þó að hann standi örstutt. Ein- kenni heilahristings hjá mönnum líkjast mjög þeim, sem Scott læknir fann við til- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 14

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.