Heilbrigðismál - 01.07.1966, Side 16

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Side 16
M A R K WATERS: Sígarettuv ur<bu mér ab baua Mark Waters, sem lengi var íréttamaður hjá Honolulu Star-Bulletin, hóí síðustu sögu sína 27. janúar. Látum það vera dánarminningu mína sagði hann sama dag, ef til vill bjargar hún einhverjum. Fjórum dögum seinna gerði hann síðustu leiðréttingarnar á henni. Fyrsta febrúar dó hann úr lungnakrabbameini í Drottningarspítalanum á Hono- lulu. Hér er hún síðasta saaan. Sígarettur urðu inér að Irana. Ég komst í tæri við þær þegar ég var nálægt 14 ára að aldri, stal nokkrum á hverjum degi úr pakka föður míns. Ég fékk ógleði af að anda þeim að mér en staðfestan sigraði. Ég fædd- ist í svolítilli vítisholu í Davenport í Iowa 2. júní 1909. Þegar ég var 10 ára fluttist ég með fjölskyldu minni, þar á meðal 2 systr- um, til Baltimore. Ég elskaði þá borg, hana gerði ég að heimkynni mínu. Ennþá átti ég ekki í neinum erfiðleikum með að útvega mér sígarettur. Ég stundaði ýms vafasöm störf eftir skólagönguna á dag- inn til að geta keypa þær og reyndi ýmsar tegundir. Mér fannst ég vera herjans karl en ég minnist þess ekki að ég nyti þess að reykja. Árið 1928 tóku skuggar kreppunnar að færast yfir. Vegna peningaleysis fór faðir minn að telja sígaretturnar sínar og fylgjast með þeim, þá tók ég til að safna stubbum af götunni. Við bökuðum hráblautt tóbak- ið í ofni og undum það inn í umbúðapapp- ir. Þetta voru hræðilegar sígarettur. Atvinna fyrir unglinga þekktist ekki, þessvegna ákvað ég að fara í sjóherinn, þá varð einum munninum færra við matborð- ið og ég gat sent peninga heim. Nti var enginn vandi að ná í sígarettur. Sértu til sjós kosta 200 stykki 40 cent (17 C--------------------------------------------------------------------------------N Hrakföll reykingamanns, greinin eftir E. Fieser, sem birtisl- i síðasta frétta- bréfi, skýrði frá gœfusömu fórnarlambi lungnakrabbans, einu af þcim fimm af hundraði, sem bjargast. Dánarminning Marks Waters, skrifuð af honum sjálfum, segir skorinort frá örlögum eins úr hópi hinna niutiu og fimrn af liundraði. Hið hörmulega við hingnakrabbameinið er, livað það fcerist gifurlega i vöxt, svo að minnir á farsólt. Fyrst og fremsl er það sök sigarettunnar. Dán- artalan af völdum þess liefur tífaldast á einum mannsaldri, er komin upp i 50.000 dauðsföll á ári. Allt að þvi jafn þungbœrt þjóðarböl og dauðsföllin af sigareltureykingum eru sivaxandi veikindi sem þœr eiga sök á. Harold S. Diehl lœknir, fyrsti varaformaður yfir rannsókna- og heilbrigðis- máladeild Ameriska krabbameinsfélagsins,áœllar að sigarettureykingar fjölgi kransœðastiflum um 300.000 á ári, tilfellum af lungnakvefi og lungnaþembu um 1.000.000, magasárum um 1.000.000, og loks eigi þœr á samvizkunni 900.000 legudaga. Óneitanlega hörmulegur skattur sem hœgt vœri að komast hjá að gjalda. v--------------------------------------------------------------------------------) 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.