Heilbrigðismál - 01.07.1966, Page 18

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Page 18
D-fjörvi gefur stælt bein og sterkar tennur Fyrir hálfri öld var algengt að greina sjúkdómseinkenni, sem nú eru orðin sjald- gæf sem betur fer. Það mátti heita daglegur viðburður að sjá börn með bogna fætur, magamikil og með afmyndað höfuð. Þessi börn þjáðust af sjúkdómi, sem kallast bein- kröm eða enska sýkin. Hún var mjög al- geng um aldamótin. Þegar þessi börn stálp- uðust, ef þeim þá auðnaðist að verða stálp- uð, voru rifin í þeim mjúk og veikbyggð, barnið varð iðulega fórnardýr berkla og margra annarra sjúkdóma, sem þá gengu. Kona, sem hafði fengið beinkröm eða gekk með hana, átti oft erfitt með að ala börn. Orðið beinkröm, eða rachitis, er sennilega komið af gömlu ensku orði, sem þýðir að beygja eða snúa. Sjúkdómurinn er aldagam- all. Þegar skoðaðar eru myndir af börn- um á málverkum frá miðöldum, sér maður iðulega merki beinkramar á þeim. hætta reykingum hefur gert það. Ekki ein einasta aukatekin sál. Þú hugsar alltaf sem svo: Það er náung- inn þarna sem verður fyrir því, ég kem aldrei til greina. Þegar þú færð þinn lungna- krabba, þá hjálpi þér Guð. Þú þarft ekki annað en að sjá skuggann á lungnamynd- inni þinni. Það er hræðilegt áfall. Þú getur engu um þokað. Eins og nú er komið líður mér þægilega. Hjúkrunarkonurnar gefa mér eitthvað deyf- andi hvenær sem ég fæ verki. Mér er ákaflega þungt. Ég get ekki geng- ið fimm skref án þess að verða að setjast. Krabbinn er kominn í lifrina, og guð má vita hvar annars staðar. Ég á enga lífsvon. Þetta er allt um seinan hjá mér. Ef til vill ekki hjá þér. í ótal mörg ár vissu menn ekki nein deili á orsökum beinkramarinnar, en bæði læknar og aðrir tóku eftir því, að sjúkdómurinn var algengastur hjá börnum í fátækrahverf- unum. Af Jrví drógu þeir Jiá ályktun að beinkrömin stafaði af fátækt, sóðaskap, raka og myrkri. Síðast taldi þátturinn var lang veigamestur. Athuganir og reynsla lækna víðs vegar um heiminn, leiddi í ljós, að börn, sem nutu sólar í ríkum mæli, fengu miklu síður beinkröm en hin, sem ekki nutu hennar. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur í hitabeltislöndunum, en algengur í tempr- uðu loftslagi og köldu. Læknisdómar al- [íýðunnar áttu sinn þátt í ]:>ví að finna ráð við beinkröminni. Því hafði verið veitt eftirtekt, að Joorskalýsi kom að ágætum notum, bæði til að hindra og lækna Joennan sjúkdóm í beinunum. Orsökin var þó ekki ljós fyrr en á öðrum tug tuttugustu aldar- innar. Meðal hinna fjölmörgu framfara í vís- indum á þessu tímabili var það, að vítamín- in eða bætiefnin, voru uppgötvuð. Á árunum 1912—1916 uppgötvaðist að í venjulegu smjöri eru efni, sem eru nauð- synleg fyrir eðlilegan vöxt og heilsufar. Þetta efni, sem er uppleysanlegt í fitu, nefn- ist A-vítamín eða A-fjörvi. Það sannaðist að þorskalýsi var mjög ríkt af A-fjörvi, Joað hleðst upp í lifrinni á öllum dýrum og einnig hjá mönnum. Á tímabili var haldið að A-fjörvið væri sá liður í fæðunni, sem að hindraði myndun beinkramar, en 1919 voru fundnar upp að- ferðir til að nema vítamínið burt lir lýsinu. Þrátt fyrir þetta hindraði lýsið enn myndun beinkramar. Þá neyddust menn til að leita annarra skýringa. Það sýndi sig að í lýsinu 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.