Heilbrigðismál - 01.07.1966, Page 23

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Page 23
að skiftast í tvent að neðan, og er svo sokk- unum linept á þan utan og innan fótar, og enn fremur verða þau að vera nægilega slök. Skórnir eru líka einn hluti klæðnaðarins, og ríður á að þeir séu ekki of þröngvir, og hvorki of mjóir fram né með háum og mjóum hælum. Þareð það er mjög óholt. Skór og stígvél eiga því að vera rúm og fylgja sem mest lögun fótarins og hafa breiða hæla. Aldrei ætti að brúka stígvél eða skó á víxl á hægri eða vinstri fæti, heldur láta hvorn fót hafa sinn skó. Gúmmiskó, og skó úr skinni með gljáskán á, ætti ekki að brúka, því þeir hindra útgufunina úr fæt- inum og lialda að honum raka og kulda. ís- lenzkum skóm er lítið hægt að breyta, en þó mætti hafa þá stærri en almennt gjörist og liafa í þeim tvenna íleppa, og væru þeir Jrá bæði hlýrri og hollari. Af þröngum, hörðum og ólögulegum skóm koma líkþorn á fætur manna. Af Jreim efnum, sem liöfð eru til klæðn- aðar, ætti vegna vors kalda loftslags helzt að brúka ullarföt, bæði inst og yzt, því liiti og kuldi fer seinna í gegnum ull en viðarull og liör, og er hún því Iieitari þegar kalt er, og eigi eins heit, þegar heitt er; enn fremur tekur hún betur en léreft á móti útgufun h'kamans og hlífir því betur en nokkurt annað efni við snöggum umskiftum hita og kulda. UIl ætti því að hafa í föt rniklu meira en gjört er. Fyrir löngu hafa margar greindar og hygnar konur í útlöndum séð að hinn evr- ópeiski kvenbúningur engan veginn full- nægir )reim kröfum til klæðnaðarins, að hann sé hollur fyrir heilsuna, sé ekki ójrægi- legur, og að hann vanskapi eigi útlit líkam- ans. Það er einkum í Norðurameríku og á Englandi, að þessu málefni hefir verið hreyft. Verðlaunum hefir verið lofað fyrir að svara spurningunni um, hvernig eigi að hafa heilnæman, hentugan og laglegan kvenbúning, og hefir hún verið leyst á margvíslegan hátt. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Þó hér á landi sé eigi að mun brúkaður hinn evrópeiski kvenbúningur, hefir þó sá búningur, sem brúkaður er, marga söniu galla, og innri fötin eru hin sömu, enda hafa breytingar á kvenbúningum erlendis mikil álirif á búninginn hér. Sumstaðar erlendis hefir kvenfólk tekið upp endurbættan búning (reformdragt); hann er nokkuð líkur hinum evrópeiska búningi, en óbrotnari, og er eins og Jrjóð- búningur, ávalt eins í öllum aðalatriðum. Sumir vilja hafa evrópeiska búninginn yzt- an fata, en allir, sem nokkuð hugsa um málið, eru samhuga í að vilja breyta innri fötunum, og er það líka öllum hægt, og geta svo yztu fötin verið eftir hvers eins vilja, hvort heldur Jrjóðbúningar, endurbættir búningar eða eftir Parísartízku, því að Jrað er ekki bundið við neinn búning, Jró fötin séu höfð nógu víð og hvíli á öxlunum. Ef kvenmenn vildu laga klæðnaðinn nokkuð eftir fyrnefndum reglum, skal hér fara nokkrum orðum um, hvernig haga mætti fötum handa kvenmönnum. Inst skal brúka háhálsaða ullarskyrtu, með löngum ermum og lokaðar ullarbuxur, sem Iinept sé á skyrtuna; Jressi föt geta verið, hvort sem vill, úr vaðmáli eða prjónuð. Þar utan yfir skal vera í treyju og buxum úr vaðmáli og skal þá annaðhvort sníða það hvað fyrir sig og hneppa buxunum upp á treyjuna, eða sníða í einu lagi boðangana og framskálm- arnar á buxunum, og hneppa svo aftur- skálmunum á treyjuna; á hana má einnig hneppa afturskálmunum á innri buxunum; pilsum skal annaðhvort hneppa á treyjuna eða á ermalausan bol, sem verið sé í utan yfir treyjunni, eða í þriðja lagi á axlabönd. Öll höld verða að vera svo víð, að þau húsi vel frá að framan, þegar búið er að hneppa þeim á treyjuna eða bolin. Yzt er svo farið í þann búning, sem hver vill brúka. Að eins verður pilsið, ef Jrað er ekki áfast við efra fatið, að hneppast upp, svo að það hvíli ekki eingöngu á mjöðmunum. 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.