Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 5
Aijreð Gíslason lœknir. ÁTTUNDA marz n. k. verður Krabbameinsfélag Reykjavíkur 20 ára. Fréttabréfið sneri sér af þessu tilefni til Alfreðs Gíslasonar læknis, sem barðist manna mest fyrir stofnun félagsins, og stóð fremst- ur í flokki þeirra, sem unnu að undirbúningi þess. Hver voru fyrstu tildrögin að stofnun Krabba- meinsfélags Reykjavíkur? Það var þannig, segir Alfreð, að við Gísli Sigur- björnsson, forstj. Elliheimilisins Grundar, ræddum það nokkrum sinnum hvort ekki væri orðið tíma- bært að efna til einhverra krabbameinsvarna á ís- landi og hvernig þeim yrði bezt hrint af stað. Þetta var árið 1948. Um þetta leyti kom hingað til lands- ins hinn frægi íslenzki læknir í Winnipeg, dr. Thor- láksson, og hélt fyrirlestur um krabbamein í ristli og meðferð þess. Hann ræddi jafnframt um krabba- meinsvarnir almennt. Þetta erindi varð mjög til að ýta undir Alfreð að berjast fyrir krabbameinsvörn- um hér, og þar sem honum fannst eðlilegast, að undirbúningur þess gengi í gegnum læknasamtök- in, flutti hann tillögu í Læknafélagi Reykjavíkur, BJARNl BJARNASON formaður Krabbameinsfélags íslands Tímamót hjó Krabbameinsfélagi Reykjavíkur Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur veturinn 1948, um að skipuð yrði nefnd sem rann- sakaði hvort ekki væri tímabært að stofna til sér- stakrar baráttu gegn krabbameini hér á landi. Til- lagan fékk mjög góðar undirtektir og var samþykkt. Læknar sem kosnir voru til að athuga málið áttu síðan að leggja það fyrir annan fund, samkvæmt ákvörðunum Læknafélags Reykjavíkur. Undirbúningsfundur, sem átti að hafa það mark og mið að hefja markvissa baráttu gegn krabba- meini, var síðan haldinn 1. febrúar 1949, og var fundarboðið til hans svohljóðandi: Undirritaðir læknar, sem kosnir voru af Læknafélagi Reykja- víkur, til að undirbúa stofnun félagsskapar, til bar- áttu gegn krabbameini, leyfa sér hér með að bjóða yður á fund í I. kennslustofu Háskólans, þriðjudag- inn 1. febr. kl. 8.30, þar sem rætt verður um verk- efni slíks félagsskapar, og ráðstafanir gerðar til að stofna félagið, sem ætlast er til að nái yfir allt land- ið. Og undirritaðir eru: Alfreð Gíslason, Gísli Fr. Petersen, Halldór Hansen, Níels Dungal og Ólafur Bjarnason. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.