Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 17
Nýrnabikara- og nýrnabólgur Þekking lækna á nýrnabikara- og nýrnabólgu hef- ur tekið miklum framförum á seinni árum. Mjög margir gera sér nú fullkomlega Ijóst hversu örlaga- ríkur þessi sjúkdómur getur verið og er fyrir sjúkl- ingana, sé hann vanræktur og ekki leitað allra til- tækilegra ráða að sigrast á honum. Sýklagróður og bólgur, sem af honum leiðir í nýrnabikurum og síðan færist yfir á nýrnavefinn, er mjög algengt sjúkdómsfyrirbrigði, sérstaklega meðal kvenna. Það sætir furðu, að allt fram á síðustu ár hefur meðferð þessa sjúkdóms verið vanrækt svo, að milljónir fólks gengur um í heiminum, rem hefur beðið meita eða minna tjón á heilsu sinni af þessum orsökum. Það þarf oft bæði mikla þolinmæði og samvizku- semi af hálfu læknisins og sjúklingsins til að út- rýma þessum sjúkdómi. Það þarf að vaka yfir sjúkl- ingunum og ekki sleppa af þeim hendinni nokkra stund meðan einhverjar leifar sjúkdómsins verða greindar, og það má aldrei gefast upp á að herja á hann þó hann virðist ætla að verða ósigrandi, sem stundum ber við. Þá veltur einnig mjög á sjúkling- unum sjálfum, að þeir haldi vöku sinni og gefist ekki upp þótt baráttan sé langvarandi. Sjúkdómur- inn getur með tímanum valdið svo alvarlegum skemmdum á nýrum sjúklinganna, að líf þeirra, heilsa og hamingja sé í veði og vitað er að aragrúi fólks um allan heim, gengur sem hálfgerðir eða al- gerðir ötyrkjar vegna þess að þeir fengu ekki þá meðferð í tíma sem þurfti til að forða þeim frá þessum voða. Oft er þetta fólkinu sjálfu að kenna. Það er næsta furðulegt hvað fólk getur verið hirðu- laust um sjúkdóma í þvagfærunum. Einkennin koma oft og fara til skiptis og margir álíta að blöðrubólgueinkenni samfara einhverjum verkjum í mjóbaki, sé svo ómerkilegur kvilli, að ekki taki öðru en að bíða þess að það batni af sjálfu sér. Þess- FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMÁL 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.