Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 12
Einkirningasótt »Mononucleosis« Hinn misskildi sjúkdómur. Hann gerist stöðugt algengari. Sumir kalla hann kossapestina — og það er margt háðulegt sagt um hann, og hann veldur ástæðulausum ótta. - Hér er greint á milli hindurvitna og hinna nýj- ustu staðreynda. Ungur stúdent skrifaði foreldr- um sínum upp í sveit og sagðist vera með mc- nonuclesosis. Þau brugðu skjótt við og fóru til háskólaborgarinnar. „Þá getum við verið hjá hon um meðan mesta hættan líður hjá", sagði móðir- in í öngum sínum. Foreldrarnir hittu son sinn á leið í háskólann til að hlusta á fyrirlestur. Hann var að vísu lasinn, en einu hrellingarnar, sem hann varð að þola vegna sjúkdómsins, var að læknirinn bannaði honum að kyssa stúlkurnar næstu vikur. Mononucleosis infectiosa - smitandi einkirningasótt er umvafinn miklum leynda'-dómum og misskiln- ingi. Hættan, sem af sjúkdómnum stafar hefur verið ýkt stórum. Hann hefur verið bendlaður við lifra- sjúkdóm og hvítblæði og jafnvel sálrænar truflanir eru kenndar honum. En allt á þetta sér Iítinn stað í veruleikanum. Loks hafa frásagnir af því, hvernig sjúkdómurinn smitaði, komið af stað mörgum háðu- legum sögusögnum og jafnvel átt sök á tryggðarof- um. Hugmyndir fólks um gang hans og tíðni, grein- ingu og meðferð er kynlegt sambland af margs- konar misskilningi en fáum staðreyndum. Skiln- ingur læknanna á eðli sjúkdómsins, greiningu hans og meðferð hefur smátt og smátt gerbreytzt hin síðari ár og er kominn tími til, að fólk fái vitneskju um, hvað er satt og hvað er hjátrú varðandi þennan sjúkdóm. Einkirningasótt er algengur sjúkdómur, það er rétt. Fyrir 1920 var einkirningasótt ekki einu sinni nefnd í læknisfræði-bókum, en nú er hann þekktur sem nokkuð algengur sjúkdómur, svo er bættri sjúkdómsgreiningu og eftirliti með sjúkling- um fyrir að þakka. Hann er nánast eins algengur og hettusótt, hlaupabóla og mislingar. Sjúkdóms- einkennin eru misjafnlega svæsin, en í verstu mynd sinni birtast þau með háum hita (yfir 40°), hálsbólgu og bólgnum kirtlum, aðallega á hálsinum utanverðum. Það kemur stundum útsláttur á bolinn cg handleggina og gula. Hjá börnum getur sjúk- dómurinn verið svo vægur, að erfitt er að greina hann. Læknirinn tekur hann sem smá ofkælingu, og lætur sjúklininnn ligja í rúminu fáeina daga. Einkirningasótt fcerist í aukana. Það er líka rétt. Hér á landi sýna skýrslur sívax andi fjölda tilfella á hverju ári. í Svíþjóð og Dan mörku hafa þau ferfaldast á undanförnum 20 árum, og svipaðar hlutfallstölur eru birtar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal skólafólks í Bandaríkjunum er e'nkirningasótt næst algengasta ástæða til spítala- vistar meðal skólafólks. Margir halda því fram, að sjúkdómurinn sé bráðsmitandi, geti breyðst út eins 12 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.