Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 14
forðast allt, sem breytir sjúkdóms-myndinni og gefa
helzt ekki neitt.
Orlagartk áhrif á sálarlífið.
Læknar eru yfirleitt ekkert á því, að einkirn-
ingasótt hafi neitt frekar áhrif á sálarlíf sjúkling-
anna en margir aðrir sjúkdómar. Sé fólk langþreytt
líkamlega eða andlega verður það frekar illa úti
og sú andlega lægð, sem það kemst í með einkirn-
ingasótt fylgir einnig fjöldamörgum umferða-sjúk-
dómum. Auk þess komast flestir sjúklingar mjög
fljótt úr sjúkdómslægðinni.
Sóttin iðulega ranggreind.
Það er heldur ekki rétt. Mörg tilfelli eru svo væg,
að ekki er hægt að greina þau, en öll þau, sem meira
kveður að, er Iæknum yfirleitt ekkert vandamál að
þekkja. Þau eru almennu sjúkdómseinkennin, sem
segja sitt og sérkennileg blóðmynd með auknum
fjölda ákveðinna hvítra blóðkorna og nokkrar stórar
undarlegar frumur, sem koma í Ijós. Loks er nú
komið til sögunnar próf, sem hægt er að gera á
örfáum mínútum, blóðvatni frá sjúklingnum er
blandað með blóðfrumum úr hestum, sérstök mynd-
breyting, sem þá kemur fram, sýnir, að sjúklingur-
inn er með einkirningasótt.
Þetta er kossa-sjúkdómur.
Meðan smitefnið er ófundið er smitleiðin hrein
ágizkun. En sú hugmynd, að hún gangi frá munni
til munns, er sennileg og flestir sérfræðingar álíta,
að svo sé. Róbert Hogland ofursti kom fyrst með
þessa tilgátu, þegar hann var Iæknir við liðsfor-
ingja skólann í Vest Point. Hann var stanz hissa,
hvað einkirningasótt færðist mikið í aukana fyrstu
vikurnar eftir fríin, sýnilega sáu ungu mennirnir
svo um, að þeir fengju fulla uppbót þeirra lysti-
semda, sem þeir urðu að afsala sér í klausturlífi
langra mánaða. Með náinni eftirgrennslan um smit-
hreiðrin hefur tekizt að staðfesta skoðun Hoglands.
Þó er sumt, sem bendir til, að kossar séu ekki eina
smitleiðin. Smitefnið dreifist einnig örugglega með
hósta og hnerrum, sem geta þeytt úðadropum á
varir fólks, diska og bolla, og dæmi eru til þess,
að sóttin flytjist með blóðgjöf milli sjúklinga,
sem ganga með sjúkdóminn án þess að þá eða
nokkurn annan gruni. Það er enn ýmislegt, sem
enginn veit um einkirningasótt, en eitt er víst, hún
er yfirleitt góðkynja sjúkdómur, sem sjaldan stendur
lengi. Ef þér þekkið einhvern, sem hefur fengið
hana, er alveg ástæðulaust að forðast hann eða
flýja. Stillið yður helzt um að kyssa sjúklinginn.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur stofnað 8. marz 1949
Núverandi stjórn: Gunnlaugur Snædal dr. med. form.; próf. Gísli Fr. Peter-
sen ritari; próf. Ólafur Bjarnason gjaldkeri. - Meðstjórnendur: Frú Alda
Halldórsdóttir hjúkrunarkennari; Sveinbjörn Jónsson hrl.; Hans. R. Þórð-
arson stórkaupmaður og Jón Oddgeir Jónsson framkvæmdastjóri félagsins.
Happdrætti. - Upplýsingar í síma 16947
Fræðslurit og fræðslufundir. - Upplýsingar í síma 16947
Kvikmyndaútlán. - Upplýsingar í síma 16947
14
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL