Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 11
Framtíðarhorfur. Þegar heilablæðingin skeður, er yfirleitt ekki hægt að gera sér grein fyrir framtíðarhorfum. Sjúklingur, sem er illa farinn og mikið lamaður getur færzt ótrúlega fljótt í bataáttina. Annar sjúkl- ingur, sem virðist ekki nærri eins illa kominn, getur þurft miklu lengri tíma til að verða fleygur og fær. En hvers eðlis, sem tilfellið er verður meðferðin að hefjast undir eins, ef þess er nokkur kostur og stundun á spítala er oft nauðsynleg. Hvort sem sjúkl- ingurinn er á spítala eða heima hjá sér, veltur það á mjög miklu, að bjartsýni ríki umhverfis hann og allt sé gert til að uppörva hann. Bezti árangurinn fæst alltaf með því, að sjúklingurinn sé í góðri samvinnu við Iækni sinn. Sjúklingurinn verður að trúa því, að til mikils sé að vinna, svo að hann verði fús til samvinnunnar. Til þess að fólk geti gert sér fulla grein fyrir meðferðinni, þarf að vita full skil á, að slag er ekki sjúkdóms-mynd svipaðs eðlis og sýkla-smitun, sem helzt þar til líkaminn hefur unnið bug á smituninni, sem orsakar eða veldur sjúkdómnum. Heilablóðfall Iíkist miklu meira slysi og meðferðin miðast við að eyða áhrifum þess. Heilavefurinn, sem hefur skaddast getur með tím- anum læknast að einhverju leyti, jafnvel að öllu leyti. En þangað til þetta skeður, verður sá hluti líkamans, sem stjórnast af hinum skaddaða hluta heilans miður sín eða meira og minna óstarfhæfur. Meðferðin beinist að því, að vernda vöðva og liði, sem hafa orðið illa úti, svo að þeir verði starfhæfir, þegar heilinn er fær um að taka upp starfsemi sína á ný. En hún miðast einnig við að þjálfa og stæla aðra vöðva svo að þeir geti að einhverju leyti starfað fyrir hina, sem ekki ná sér. Það verður að vernda lömuðu vöðvana fyrir rýrnun og styttingu, en það skeður, ef þeir fá að vera í ró og haldast í stilling- um, sem stuðla til þess. Það verður því að fylgjast vel með Iíkams-stillingum sjúklingsins eftir slagið. Limirnir mega ekki vera lengi í sömu skorðum og það verður að gæta þess, að þeir séu ekki beygðir óeðlilega. Ef til vill lítur sjúklingurinn svo á, að öll athafnasemi sé tilgangslaus. Raunverulega er hún bráðnauðsynleg og ekki einungis til viðhalds vöðvum og liðum. Hættan á aukasjúkdómum eins og t. d. lungnabólgu gemr ógnað lífi sjúklingsins, og hættan á slíku er stórum meiri, liggi sjúklingurinn hreyfingarlaus. Þessvegna verður að leggja áherzlu á athafnasemi sjúklingsins þegar í upphafi og bæði sjúklingurinn og þeir, sem umgangast hann verða að gera sér þetta Ijóst. Það er líka staðreynd, að sjúklingar, sem fleygir fram á meðan þeir eru á spítala fer beinlínis aftur, þegar þeir flytjast þaðan, vegna þess að þeir gefast upp á daglegri athafnasemi. Eitt, sem gemr átt sinn þátt í, að framfarirnar láta á sér standa, er skormr á sjálfstrausti og að sjúklingurinn vill leggja allt á herðar þeim, sem sjá um hann. Ættingjar og vinir eru oft allt of hjálpfúsir og vorkunnsamir og sjúkl- ingunum finnst þá, að þeir þurfi ekkert að gera sjálfir. Hjálp í sér-þjálfun. Það sem öllu skiptir, er að styrkja sjúklingana til að hjálpa sjálfum sér og að auðvelda þeim sem mest að gera það. Einstaka sjúklingar verða alla tíð ósjálfbjarga, en aðrir ná aftur nánast fullu valdi yfir hreyfingum sínum. Og því athafnasamari, sem sjúkligurinn er því meiri bata mun hann að öllum líkindum ná. Margir sjúklingar vilja fá að vita, hvað þeir muni ná sér fljótt, en því er ógerlegt að svara. Ef til vill gengur það hægara en sjúklingurinn hafði vonað og gert sér í hugarlund, en þá gemr það verið honum huggun, að framfarirnar eru ekki bundnar ákveðn- um tíma. Þær geta haldið áfram árum saman. Þó að einstakir vöðvar séu Iamaðir geta aðrir vöðvar tekið upp starfsemi þeirra að einhverju leyti. Aðrar áhyggjur, sem kunna að leita á sjúklinginn, er óttinn við að fá slag að nýju. Hættan er vitan- lega til, en að svo þurfi að fara er engan veginn víst. Langt frá því. Tilhugsunin um það má með engu móti draga úr athafnasemi sjúklingsins. Hún verður að vera einn aðalþátturinn í dagskipan hans og fast-sameinuð hjúkrun hans og ummönnun. Því lengur sem sjúkligur er tekinn sem alger öryrki því meiri líkur eru til, að hann verði það um alla framtíð. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.