Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 20
Lœknir, ég heyri! Heyrnarleysi er eitt lang algengasta afhroð sem fólk verður að bíða, en nú orðið leysa nýjar aðgerðir sívaxandi fjölda þess úr fangelsi þagnarinnar. Læknir! ég heyri. Ég heyri nú aftur! Það var sjúklignurinn á skurðarborðinu, 56 ára gömul kona, sem hrópaði, og það var fögnuður í rödd hennar. í 10 ár hafði hún lifað í algjörum þagnarheimi. Nú heyrði hún skyndilega. Og þar sem hún var stað- deyfð, varð hún vör við þegar heyrnin kom aftur meðan á uppskurðinum stóð. Skurðlæknirinn gægðist í gegnum uppskurðar- smásjána og brosti ánægjulega er hann sá inn í ljós- baðað miðeyra sjúklingsins. Hann hafði rétt numið í burtu eitt heyrnarbeinið, ístaðið kallast það, minnsta beinið í líkamanum, og setti í staðinn plastbút. Þessi uppskurður, stapectomia, hefur nú verið gerður með góðum árangri á mörg þúsund sjúklingum, en hann er aðeins einn af mörgum framförum síðustu 10 ára til að bæta heyrnardeyfu. Beinabrú hljóðsins. Eyrað er tæknilegt undur í smámynd. Á stórum hljómleikaflygli er hægt að mynda 80 tóna, en innra eyrað getur greint yfir 20 þúsund, þó það sé ekki stærra en erta. Til allrar hamingju er eyrað ekki næmt fyrir mjög háum sveiflum, því þá mundi það vera undir stöðugum hljóðáhrifum frá okkar eigin líkama, og það yrði hreinasta misþyrming fyrir það þeagr væri sparkað með hælunum niður í harða gangstéttina. Við heyrum þó mörg af þessum „þöglu hljóðum". Sé fingri stungið inn í eyrun, heyrist veikt suð. Það eru sveiflur frá vöðvum í hand- leggjum og fingrum. Hljóðið berst eftir tveim leiðum til heilans og innra eyrans — gegnum loftið, sem er algengast og gegnum beinin. Ef munninum er lokað og tönnun- um skellt, heyrist hljóðið gegnum höfuðbeinin. Þegar talað er, heyrum við rödd okkar gegnum báðar leiðir. Þetta er ástæðan til að við þekkjum ekki rödd okkar þegar hún er tekin upp á segulband, því þá heyrist hún einungis eins og hún hljómar í eyrum annarra, gegnum loftleiðina, en ekki gegnum beinin. Bygging eyrans er þríþætt: Ytra-eyra, mið-eyra og innra-eyra. Ytra-eyrað er einungis trekt sem tekur á móti hljóðbylgjunum og leiðir þær inn í eyrnaganginn. í botni gangsins skella þær á hljóð- himnunni, sem er strengd himna, þunn eins og skæni og á stærð við litlafingursnögl. Venjuleg veik hljó, eins og t. d. mannsrödd, veldur ósýni- legum sveiflum á hljóðhimnunni og það er byrjun þeirra keðjuverkana, sem verða til þess að við skynj- um hljóðið. Mið-eyrað er holrúm, nánast IV2 sm á breidd og 1 sm á dýpt. Gegnum það liggur brú þriggja beina, sem heita: hamarinn, steðjinn og í- staðið. Hamarinn liggur upp að hljóðhimnunni og 20 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.