Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 7
Ljót stabreynd úr landi krabbameinsins lýst af manni, sem var þar. En hvað það er allt heilbrigt og glatt unga fólkið í töfralandi sígarettu-auglýsinganna og hvað því líður öllu vel í hrað-bátunum sínum og skemmtiferða- bílnum og hvað það er allt duglegt og vel liðið á vinnustaðnum. Sólin skín, andvarinn hressir, og allt er svo ferskt og frísklegt. Og er nokkuð eins heill- andi og söluhæft eins og útitekið stúlkuandlit með hvíta sígarettu milli rauðra vara. Ég þekki annað land. Þeir snúa fáir aftur, sem fara þangað. í þessu skuggalandi eru engir ungir, þjálfaðir íþróttamenn, engar yndislegar brosandi stúlkur. Allir íbúar þess minna hver á annan, ekki vegna þess, að þeir gangi eins klæddir, en aðallega af því, að fólk, sem í ör- væntingu grípur í síðasta hálmstráið, fær allt sama þjóningarsvipinn. Landið, sem ég ræði um, er ríki krabbameinsins. Ég var þar. Ég er 44 ára gamall, kvæntur og á tvö ung börn. Árið 1963 var ég í góðri stöðu og hafði há laun í tryggingarstofnun, og framtíðin brosti við mér. í maí það ár fór mér að verða erfitt um að kyngja og læknirinn sagði, að ef það lagaðist ekki, gæti ég fengið tilvísun til sér- fræðings í hálssjúkdómum. Þetta lagaðist ekki. Ég var sendur til sérfræðings, han hélt, að það væri frá taugunum og komst að sömu niðurstöðu í október. Loks var ég sannfærður um, að eitthvað alvarlegt væri á seiði og í janúar lét ég leggja mig inn á sjúkrahús til rannsóknar. fréttabréf um heilbrigðismál Sígarettu- auglýsingarnar sýna þetta ekki Læknirinn þar sagði, að ég hefði krabbamein í háls- inum. Fyrsta hugsun mín var sú, að nú myndi ég deyja og Elín, konan mín, yrði að selja húsið. Æ, hvað það var sárt, að börnin okkar skyldu ekki fá að alast upp í húsinu, sem við keyptum fyrir aðeins tveimur árum. Mér var ráðlegt að fara til sérhæfðra lækna á sjúkrahúsi í 100 km fjarlægð og að tveim dögum liðnum ókum við Elín þangað. Ég lenti á 4 manna stofu á 7. hæð í austur álmunni. „7 - austur" átti nú að verða heimilisfangið mitt næstu mánuð- ina. Mér brá illa, þegar ég kom inn í stofuna. Stofu- félagar mínir 3 voru að snæða kvöldverðinn sinn. Það var ekki neitt af þessum glæsilegu kvöldhófum, sem sígarettuauglýsingarnar sýna. Sjúklingarnir stóðu við rúmin sín og helltu þunnri, ljósrauðri súpu í glertrekt, síðan liftu þeir trektinni hátt upp og súpan rann niður í magann í gegnum glæra plastslöngu, sem var smeygt gegnum aðra nösina. Þeir gátu ekki nærzt á annan hátt. Ég forðaðist að horfa á þá meðan ég afklæddi mig, og fór í náttfötin og kvöldsloppinn. Að því loknu hraðaði ég mér inn í dagstofuna, þar sem Elín beið mín. Titrandi á beinunum tók ég sígarettu og kveikti í henni, og tók að stara á hina sjúkling- ana. Sumir þeirra yrðu dauðir eftir viku eða fyrr. Læknirinn, sem átti að taka mig að sér, kom. Ég sagði honum, að ég léti ekki skera mig upp eins og

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.