Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 21
stigplata ístaðsins hvílir beint á sporöskju-gluggan- um, sem er himna í beinskel innra-eyrans. Brúin flytur sveiflur hljóðhimnunnar inn í sporöskju- gluggann og hljóðburðurinn milli himnanna og beinanna er þannig, að sveiflurnar magnast 22 sinnum. Innra eyrað, bogagöngin, er örlítið vökva- fyllt holrúm í gagnaugabeininu. Þar hefur náttúran byggt inn hraðavaxtarmæli, jafnvægistæki og heyrn- artæki, sem eru samsett af 20-30 þúsund „hárfrum- um" með viðeigandi taugaþráðum. Þegar vökvinn er setmr á hreyfingu, sveiflast hárfrumurnar. Hver einstök þeirar svarar ákveðnum hljóðsveiflum, eins og sef í ölduslætti og við það myndast sennilega veikur rafstraumur, sem flytzt til heilans eftir heyrnartauginni. f heilanum eru þessar rafsveiflur túlkaðar sem hljóð. Við heyrum með eyrunum, en það gerist í heilanum. Einmanaleiki hins heyrnardaufa. Heyrnin er margþætt keðja, en ef einn hlekkur svíkur, kemur það niður á henni. Frekar meinlaus ástæða til heyrnardeyfu er eyrnamergur. Hann myndast í ytri hlustinni og stöðvar rykkorn og að- skotahuti, sem geta annars ert hljóðhimnuna, en hjá sumum myndast alltof mikið af honum. Þá þjappast hann saman og myndar tappa, sem veldur verkjum og deyfir jafnframt hljóðbylgjurnar, en við það minnkar heyrnin. Eyrnalæknirinn getur auðveldlega fjarlægt þennan merg. Það geta myndast bólgur í miðeyranu, venjulega gegnum kokhlustina. Kok- hlustin er göng frá kokinu til mið-eyrans. Þegar allt er með felldu er kokhlustin lokuð, en hún opnast þegar maður geispar, hnerrar eða rennir niður, til þess að jafna loftþrýstinginn beggja megin hljóð- himnunnar. Þess vegna geispum við eða rennum niður í fugvélum áleiðis niður á við. Göngin geta orðið fyrir smitun og þegar þau standa opin eru þau breið og greið leið fyrir sýklana inn í innra-eyr- að. Langvarandi mið-eyrabólga var áður algengasta orsök heyrnadeyfu, en svo er fukkalyfjunum o. fl. fyrir að þakka að hún gerir lítinn usla núorðið. Nálægt þriðjungur allrar heyrnardeyfu orsakast af eyrnakölkun, sjúkdómi sem veldur því að ístaðið vex fast í sporöskjugluggan og gemr loks ekki flutt hljóðbylgjurnar. Hinar viðkvæmu skynfrumur FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL innra-eyrans geta skaddast af ýmsum ástæðum og af því orsakast taugaheyrnardeyfa. Börn fædd fyrir tímann hafa oft lélega heyrn, ef móðirin fær „rauða hunda" á fyrsm mánuðum meðgöngutímans, geta þeir átt sök á heyrnardeyfu. Sjúkdómar eins og hettusótt, kíghósti og mislingar, geta skemmt innra- eyrað og sama gildir um sum lyf. Loks geta 'angvar- andi áhrif hávaða valdið heyrnarleysi, með því að skema heyrnarfrumurnar. í stórum drátmm er um þrenns konar heyrnardeyfu að ræða: Leiðslu truflun, þar sem tæki mið-eyrans bila; taugaheyrnardeyfu, af sjúkdómum í innra eyranu og sambland tauga- og leiðslutruflana. En hver sem orsökin kann að vera, er líf hins heyrnarlausa fátæklegt og einmana- legt. Hann sér varir fólksins bærast en heyrir ekki orð. Brunabílarnir þjóta þögulir fram hjá honum og gler splundrast án þess að nokkurt brothljóð heyrist. Hann lifir í heimi dapurlegrar kyrrðar. Heyrnardeyfan er algengust allra líkamlegra ágalla. Hvað getur sknrðlceknirinn gert. Leiðsluheyrnardeyfuna má lækna alveg eða að miklu leyti með skurðaðgerðum. Fyrsm meiriháttar framfarirnar átm sér stað 1930, þegar farið var að gera gluggaaðgerðina. Skurðlæknirinn fór utan við fastgróna ístaðið og gerði nýjan glugga utan þess og þannig náðu hljóðbylgjurnar til innra-eyrans og skynfrumanna. Þessi aðgerð hefur gefið mgum þús- unda heyrnina á ný en hún er mikil og erfið aðgerð sem hefur áhætm í för með sér. Árið 1950 var reynd ný leið og það var losun ístaðsins með því að liðka það til þangað til það varð afmr frjálst. Þetta gerist á nokkrum mínúmm og heyrnin kemur samsmndis, en oft grær ístaðið fast afmr á nokkrum mánuðum og kyrrðin færist yfir heim sjúklingsins að nýju. Þá tóku skurðlæknarnir að fjarlægja ístaðið með öllu og setja plastbút í staðinn, en nú er notað tantalum eða ryðfrítt stál. Með töku ístaðsins tekst að hjálpa um 90% sjúklinganna. Allt að því helm- ingur sjúklinganna fær heyrnina afmr meðan þeir liggja enn á skurðarborðinu. Hjá öðrum Iagast hún smátt og smátt á nokkrum mánuðum. Hjá sumum eyðileggst mið-eyrað í umferðarslysum þegar haus- kúpubotninn brotnar. Fyrir nokkrum árum réðu læknarnir ekki neitt við þetta. Á sama hátt stóðu 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.