Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 4
Dr. PAKKENBERG. LAMARIÐA Parkinson’s-sjúkdómur LeiðbeiNINGAR fyrir sjúklinga og aðstandendur. Parkinson’s sjúkdómur - lamariða — er hreint ekki sjaldgæfur. Þetta er langvarandi kvilli, sem oft er svo hægfara, að hann bagar sjúklinginn stundum mjög lítið, jafnvel árum saman. Það er alltaf hægt að hjálpa Parkinson’s sjúkling- um eitthvað, oft með því að sameina lyfjagjöf, æf- ingar og jafnvel með smávægilegri aðgerð á heilan- um. Algengusm einkennin eru handskjálfti (trem- or) stífleiki í handleggjum og fótum (rigiditet) og hindraðar hreyfingar (t. d. stirðnaðir andlitsdrættir). Sjúklingnum getur verið erfitt um gang og mál, haft munnvatnsrennsli og svitaköst, en fólk getur gengið með eitt eða fleiri þessara einkenna án þess að vera með Parkinsons-sjúkdóm. Hin raunverulega orsök sjúkdómsins er óþekkt, en rannsóknir síðustu 5-10 ára hafa leitt í ljós truflanir á efnaskiptum á svæðum, sem liggja djúpt inni í heilanum (basal- ganglionum). Þessar truflanir valda að öllum líkind- um einkennunum, og það er vel hugsanlegt, að eftir margra ára nánari rannsóknir, takist að svifta hul- unni af, hverjar séu orsakir sjúkdómsins og um leið að útrýma einkennunum eða hindra að þau myndist. Stöku sinnum kemur sjúkdómurinn upp úr heila- bólgu og væg Parkinsons einkenni fylgja stundum heilakölkun. Eins og sakir standa munu vera til 20 lyf við sjúkdómnum og þannig mögulegt að hjálpa flest- um sjúklingum eitthvað, en oft verður læknirinn að gera tilraunir með nokkrar tegundir, áður en hann hittir á þá, sem reynist sjúklingnum bezt. Það veltur á miklu, að fara nákvæmlega eftir fyrirmælum læknisins eins og t. d. að byrja á smáskömmmm af sumum lyfjum og auka þá síðan smátt og smátt og sérstaklega ríður mikið á að hætta ekki skyndilega við lyfið. Aukaverkanir af lyfjunum eru nokkuð al- gengar, en þær hverfa yfirleitt innan fárra daga, þó verður oft að minnka skammtinn til þess. Það má ekki hætta við lyfin, þó að þau valdi ein- hverjum óþægindum, því að það em einmitt oft þau sem duga bezt, séu þau notuð áfram. Sumum Parkinsonssjúklingum tekst að hjálpa með skurðaðgerð. Hún bætir skjálftann og stirð- leikann, en ekki önnur einkenni. Aðgerðin fer fram á þann hátt, að grannri holnál er stungið inn í frumukjarna djúpt inni í heilanum í gegnum 1 cm gat á hauskúpunni. Þegar nálarbroddurinn er kom- inn á réttan stað, er þetta litla heilasvæði eyðilagt með rafstraumi eða frystingu, sem fæst með því að leiða fljótandi lofttegund inn í holnálina og út úr henni aftur. Aðgerðin er nánast hættulaus. Ef nauð- syn krefur, er hún gerð tvisvar sinnum með tveggja mánaða millibili, fyrst annarsvegar og síðan hinu megin, séu einkennin báðumegin frá. Nokkrar hentugar lífsreglur geta mjög létt Park- insonssjúklingunum lífið. Einn mikilvægasti þáttur- inn í meðferðinni er hreyfingar í víðtækasta skiln- ingi þess orðs. Sjúklingurinn á að bjarga sér sjálfur eins og frekast er unnt, á salerninu, í snyrtiherberg- inu. Hann á að klæða sig og afklæða, þvo sér, og hann á einnig að binda slifsið sitt og skóreim- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.