Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 20
Efri mynditi er langskurður gegnum eðlilegt og heilbrigt auga. Neðri myndin sýnir glákuauga. Vegna aukins þrýstings innan þess liggur inn'.ak sjóntaugarinnar dýþra en eðlilegt er. Hægfara glÁka einkennist af auknum þrýst- ingi innan augans. Þrýstingurinn vex smátt og smátt, stundum á f jöldamörgum árum og eyðileggur smám saman hina viðkvœmu, fíngerðu þræði augn- taugarinnar, er flytja til heilans myndirnar, sem aug- að tekur. Þegar þessir þræðir eru einu sinni eyðilagðir, verða þeir aldrei endurbættir eða endurnýjaðir. Eyðilegging þeirra fylgir ákveðnum lögum, sem or- saka sjóntap til hliðanna cg að ofan og neðan, en miðsvið sjónarinnar helzt óskaddað, þangað til sjúk- dómurinn er langt genginn. Útkoman verður sú, að sjúklingurinn getur séð greinilega og vel til að lesa og þekkja andlit, en getur átt það til að reka sig á stóla og dyr, vegna þess að þegar hann horfir beint fram, sér hann takmarkað til hliðanna, upp og niður. Þetta sjóntap er venjulega orðið alvarlegt áður en sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því. Venjulega eru engir verkir samfara þessu hægfara sjóntapi, og útlit augnanna er eðlilegt. En með tím- anum finnur sjúklingurinn, að eitthvað er bogið við sjónina: eins og glýja fyrir augunum eða þoku- sýn líkt og rosabaugur í kringum ljós. En þá er sjúkdómurinn kominn á hátt stig. Langvarandi eða hægfara gláka er venjulega arf- GLAKA Sjúkdómur efri áranna gengur sjúkdómur. Ef einhver í fjölskyldunni er með gláku ætti að rannsaka ættingjana reglulega, til þess að sjúkdómurinn sé greindur í tíma, meðan hann er enn á fyrstu byrjunarstigum. Glákan er sjaldgæf innan 40 ára aldurs, en verður algengari með hækkandi aldri. Sennilega er hættulegasti tím- inn milli 60 og 70 ára og fólk, sem á glákusjúklinga í ætt sinni, ætti að láta rannsaka sig með hæfilegu miliibili eftir að það er 40 ára og þaðan í frá. Þegar á byrjunarstigum er hægt að greina sjúk- dóminn með því að mæla þrýstinginn innan augn- anna og rannsaka innra útlit augans. Rannsóknin er algerlega sársaukalaus. Margir almennir læknar hafa tæki til þe?s að mæla þrýstinginn og skoða innra bcrð augans. Þeir geta því prófað, hvort um gláku sé að ræða og ef þeir fá grun um, að sjúkdómurinn sé í uppsiglingu, senda þeir sjúklingana til sérfræð- ings í augnsjúkdómum, til þess að fá greininguna staðfesta. Meðferð, sem felst í að nota augndropa og taka inn töflur og stundum uppskurður á auganu, miðar allt í sömu átt; að halda þrýstingnum innan augans n'ðri. Meðferðin getur ekki bætt þá sjón, sem er þegar glömð, en hindrar frekari sjónmissi, meðan hún er viðhöfð af samvizkusemi og sjúklingurinn er undir eftirliti augnlæknis. Bráðagláka er miklu sjaldgæfari en hin hægfara. Með henni vex þrýstingurinn innan augans mjög hratt og veldur þá svæsnum verkjum og öru sjón- tapi. Ef hjálpar er leitað þegar í stað - eða innan fárra klukkutíma frá því að sjónin varð þokukennd cg verkirnir hófust, er hægt að bjarga sjóninni með einfaldri aðgerð á auganu. (Tímaritið „Health") Bj.Bj. þýddi. 20 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.