Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 14
finna það og meðferð þess auðveld, læknast meira af því en öllum öðrum krabbameinum. Samt sem áður munu 90.000 húðkrabbamein verða greind í Bandaríkjunum á þessu ári, og 5.000 dauðsföll munu verða tilkynnt af völdum þess. Það hefði verið hægt að forðast flest þeirra vegna þess, að húðkrabbamein orsakast fyrst og fremst af of mild- um áhrifum sólargeisla á húðina. Það er hægt að sannfæra fjölda manns, bæði konur og karla um, að þau eigi að forðast of mikla sól. Auk krabbameins- hætmnnar gerir sólin húðina ellilega um aldur fram. Auðvitað verða margir að vinna úti í sólskini, en þeir ætm að verja sig með viðeigandi klæðnaði og smyrslum, sem skýla húðinni fyrir brennandi geislum sólarinnar. III. Lungnakrabbinn er lífshætmlegasmr allra krabbameina. Að tölunni til er ekki eins mikið af lungnakrabbameini og ýmsum öðrum krabbameins- tegundum, en það er banvænna en nokkur önnur krabbameinstegund. Aðeins 5% af lungnakrabba- meinum læknast eða 1 á móti 20. Þessi lélegi árang- ur stafar af því, að það er svo erfitt að finna sjúk- dóminn, fyrr en hann er kominn á hátt stig. En þótt lungnakrabbameinið sé ill-læknanlegt, er mjög auð- velt að forðast það, vegna þess að aðalorsök þess er kunn. Meira en 75% af lungnakrabbameinum eru rakin til sígaretmreykinganna. Þess vegna væri hægt að komast hjá meira en 75% allra lungnakrabba- meina með því einu að reykja aldrei. Ameríska krabbameinsfélagið hefur gert alvarlegar tilraunir í þá átt að fá ungt fólk til þess að byrja aldrei á að reykja. Onnur mikilvæg viðleitni hefur verið sýnd með því að fræða reykingamenn um, að þrátt fyrir það, að þeir hafi reykt sígaretmr árum saman, geti þeir dregið úr eða jafnvel útrýmt með öllu hætmnni af sígaretmreykingunum með því að hætta þegar í stað. Það er fullkomin Iæknisrfæðileg sönnun að baki þessu. Jafnvel langtíma stórreykingamaður get- ur verndað heilsu sína í framtíðinni, ef hann hættir að reykja, svo framarlega sem illkynja sjúkdómur er ekki farinn að myndast. Og eftir 10 ár án reyk- inga eru lífslíkur hans nánast þær sömu og hjá þeim, sem aldrei hafa reykt. IV. Gegn legkrabbameininu hafa læknavísindin fundið Papanicolaous-prófið, sem er einfalt, fljót- gert, sársaukalaust, ódýrt og næstum 100% öruggt til að finna þessa krabbameinstegund. Með prófinu er hægt að finna krabbamein meðan það er enn svo lítið, að það hvorki sést né finnst við skoðun. Á því stigi er legkrabbameinið læknanlegt, nær undan- tekningarlaust. Þar sem svo auðvelt er að fá frumu- rannsóknir gerðar, er ekkert, sem réttlætir þau 14.000 dauðsföll, sem við eigum í vændum á þessu ári. V. Því sem næst 44.000 Ameríkumenn munu deyja úr ristil- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Þessi sjúkdómur myndast í langflestum tilfell- um á því svæði, sem hægt er að rannsaka með því að lýsa upp í endaþarminn með sjónpípu. (Sjón- pípan, sem er notuð til þess að lýsa upp í þarminn, er grannt rör með Ijósgjafa). Með þessari rannsókn er hægt að ákvarða nákvæmlega stað sjúkdómsins og oft að lækna hann með smáaðgerð, sé hann rétt á byrjunarstigi. Ameríska krabbameinsfélagið hefur það á stefnuskrá sinni, að þarmskoðunin sé jafnan þáttur í hinni árlegu rannsókn. VI. Fimm ára lífshorfur þeirra, sem fá brjósta- krabbamein, eru meiri en 80%, sé það greint snemma og sé komið til meðferðar þegar í byrjun. Heildartala þeirra, sem lifa lengur en 5 ár, er 60%. Ameríska Krabbameinsfélagið stefnir að því að kenna sem flestum konum að kanna brjóst sín, til þess að krabbamein í þeim finnist á byrjunarstigi og hvetur þær til þess að rannsaka þau einu sinni í mánuði. Kvikmynd Ameríska Krabbameinsfélagsins „Sjálfskönnun brjóstanna” er fáanleg í þessum til- gangi (hjá krabbameinsfélögunum, og hið sama gildir á íslandi). Annað takmark þessarar áætlunar- gerðar er að fá konurnar til þess að fara samstundis til læknis, ef þær finna hnút í brjósti, þó að þeir séu langoftast eitthvað annað en krabbamein. Þetta eru aðesin nokkrar af þeim leiðum, sem lík- legar eru til þess að bæta brestinn í krabbameins- vörnunum. Það er alvarleg áskorun til okkar allra - lækna, tannlækna og sjúklinga - að sjá til þess að bæta þennan brest, og það er framkvæmanlegt. Bj. Bj.þýddi 14 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.