Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 15
ELSE STEEN HANSEN: Einmanaleikinn gerir konur aö drykkjusjúklingum í KAUPMANNAHÖFN er stór áfengisvarnastöð sem heitir Hlekkurinn. Börge Tollund læknir við stöðina segir: Enginn er eins einmana og kona sem er drykkjusjúklingur. Hún er haldin óendanlegri smánarkennd og yfirleitt þorir hún ekki að leita á náðir fjölskyldunnar til að fá vanda sinn leystan. Aðstaða hennar er niðurlægjandi, hún er iðulega skuldug og verður að flækjast um borgina til að bjarga innkaupum sínum. En á áfengisvarnarstöð- inni getur hún látið áhyggjur sínar hiklaust í ljós. Þar hafa allir þagnarskyldu og flestir þekkja vanda- málin af eigin raun. Þar hafa flestir áður verið háðir áfenginu. Skipulagsstjóri stöðvarinnar, Jörgen Sterngreen segir: I>að er óhæfa að fordæma áfengis- sjúklingana. Þeir eru fólk í ýtrusm neyð. Þeir eru ekki sinnulausir um allt eins og oft er haldið fram. Þvert á móti, fólk með mjög ríkar tilfinningar, en sálarþrek þess er ekki mikið. Það eru 30 áfengisvarnarstöðvar í Danmörku og þriðjungur þeirra er í félagssamtökunum Hlekkn- um. Það sem einkennir þær er, að þær standa í tengslum við félagssamtök sjúklinga, sem koma saman til fyrirlestrahalda og námskeiða og tala um vandamál sín. Þegar rætt er um drykkjusjúklinga er það venju- lega í þeim skilningi að þar sé mestmegnis um karlmenn að ræða. Það er misskilningur. Ofdrykkj- an hefur aukizt mikið síðan 1960 og tala drykkju- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.