Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 12
Reykingar mega ekki eiga sér stað meðal þung- aðra kvenna. Ef þær reykja 5-10 eða 20 sígarettur á dag, er ekki einungis hætta á, að barnið fæðist of létt og vanþroska, heldur þegar verst gegnir, að það fái banvæna eitrun fyrir fæðinguna. Af hverj- um 10 konum, sem reykja og hafa misst fóstur eða fætt andvana börn, er talið, að hverjar tvær hefðu getað átt heilbrigð, fullburða börn, ef þær hefðu ekki reykt. Þessar skuggalegu tölur eru nýlega til- færðar í vísindaþætti brezku blaðanna eftir prófess- or Scott Russel við háskólann í Sheffield. Hann og samstarfsmenn hans við fæðingardeildir á spítöl- um borgarinnar sýndu fram á, að reykingar ófrískra kvenna orsaka væga eitrun, sem dregur úr vexti fóstursins. Og þessari fyrstu áskorun til kvenna að reykja ekki á meðgöngutímanum, fylgir nú önnur enn þyngri á metunum. Sé barnið, sem ófrísk kona gengur með, pasturslítið frá upphafi, geta sígarett urnar valdið dauða þess. Einni mörk of létt Brezku vísindamennirnir hafa með aðstoð spurn- ingalista komizt að fjöldamörgu sem varðar hundr- uð ófrískra kvenna og um afdrif barnanna, sem þessar konur ólu. Aðalniðurstaða rannsóknanna er sú, að börn kvenna, sem reykja reglulega 5-10-20 sígarettur á dag, eru einni mörk of létt við fæðing- una án tillits til þess, hvort þau fæðast fyrir tímann eða ekki, eða hvort um dreng eða stúlku er að ræða. Til þess að meta afleiðingar hinnar lækkuðu Tóbakið getur orðið ófœddum börnum að bana Ný, alvarleg áminning til barnshafandi kvenna vigtar, hafa þeir unnið áfram úr eigin efni og leitað heimilda í öllum bókmenntum læknisfræðinnar, til þess að safna rökum. Þeir segja, að börn kvenna, sem reykja að staðaldri, vinni smátt og smátt upp þyngdarskortinn eftir fæðinguna. Það getur þó liðið eitt ár, áður en hann er jafnaður að fullu. En sum ófædd börn eru svo mótstöðulítil, að þau lifa ekki áhrif tóbaksins í leginu af. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem prófessor Scott Russel hefur nú í hönd- um, telur hann, að sígarettureykingarnar valdi þannig dauða í 8 af hverjum 1000 tilfellum. Áður hefur verið sýnt fram á, að 40 af hverjum 1000 þungunum fara forgörðum vegna reykinga. Annað hvort missa konurnar fóstrin seint á meðgöngutím- anum, eða börnin fæðast andvana. Með öðrum orð- um, konurnar, sem reykja að staðaldri, eiga á sam- vizkunni fimmta hluta, 2 af hverjum 10, þessara harmleikja. Þetta er í samræmi við það, sem áður hefur verið sýnt fram á, að konum, sem vinna í tóbaksiðnaðinum, hættir mjög til þess, að missa fóstur eða ala andvana börn. Vísindamennirnir þora ekkert að fullyrða um það ennþá, hvernig tó- bakseitrun fóstursins er varið. Hvort hún skeður vegna hækkaðs blóðþrýstings, aukins kolsýrings í blóðinu eða sem bein nikotíneitrun, er enn hulið, en þeir telja, að tími sé kominn til að segja konun- um, sem eiga börn í vændum, umbúðalaust, að með reykingum um meðgöngutímann setji þær ekki einungis sitt eigið líf í óþarfa hættu, heldur einnig líf barnsins í ennþá stærri stíl. (Tekið upp úr Berlingske Tidende 14.1. 1969.) Bj. Bj.þýddi 12 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISmAl

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.