Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 19
krabbameinssjúklingum. Til samanburðax fór hann eins að með refsifanga, sem gáfu sig fram af frjáls- um vilja. Hjá þeim, sem voru með krabbamein, myndaðist krabbameins-hnútur, sem óx og hélzt vikum saman, áður en hann fór að minnka og í ein- staka tilfellum varð að skera hnútinn burtu, eftir að hann hafði haidið áfram að vaxa mánuðum saman. Hjá þeim heilbrigðu sýndu krabbameinsfrumurnar enga tilhneigingu til vaxtar. Dæmin, sem getið hefur verið, benda til einhvers konar mótstöðu gegn vexti krabbameinsins, en þau segja ekkert nánar um, hvers kyns þessi mótstaða er. Krabbameinsrannsóknir og kliniskar athuga- semdir hafa nú leitt í ljós, að slík mótstaða getur bygzt á erfðum, ástandi vakanna í líkamanum, nær- ingu, andlegum áhrifum og mörgu öðru. Þessi al- hliða mótstaða eða allsherjar ónæmi getur einnig ráðið miklu um, hvort krabbamein myndast hjá fólki eða ekki. Rannsóknirnar hafa hinsvegar að mestu snúizt um mótstöðuna, sem byggist á myndun mótefna. Það er ekki ólíklegt, að á svipaðan hátt og skeður með sjúkdóma þá, er orsakast af sýklum og veirum, komi að meira eða minna leyti slíkt varnarkerfi til greina í vörnum gegn krabbameininu. Eins og kunnugt er myndast mótefni vegna þess, að varnar- kerfi líkamans örvast af ýmsum þekktum efnum, sem eru líkamanum framandi (antigener), t.d. úr sýklum og veirum. Þau eru alveg sérkennandi fyrir hverja sýkla- eða veirutegund. Andstætt allsherjarónæminu er ónæmi gegn sýkl- um eða veirum sérhæft fyrir hverja tegund þeirra og verndar því aðeins gegn ákveðnum sjúkdómi. Sé slík sérhæfð mótstaða til gegn krabbameini, ætti að vera mögulegt að magna hana og meðhöndla krabbamein á þann hátt (immuntherapi — ónæmis- meðferð). Samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin er við meðferð sjúkdóma, er sýklar og veirur valda, væri þessi meðferð hugsanleg á þann hátt, að gefa sjúklingunum mótefni, sem eru framleidd í dýrum (blóðvatnsmeðferð), eða með því að örva myndun slíkra mótefna í mannslíkamanum (bólusetning). Það sem liggur til grundvallar, þegar um ónæmis- meðferð á krabbameini er að ræða, er hvort krabba- meinsfrumurnar, sem eru háðar sjúklegum breyt- ingum, hafa framandi áhrif á líkamann jg örva hann þannig til myndunar sérhæfðra mótefna. Eru sérhæfð mótefni gegn krabbameini til? Það má heita að allar ónæmisrannsóknir, sem snerta krabbameinið, snúist um þetta atriði. Flestir neit- uðu því áður, að nokkur slík sérhæfð mótefni væru til, en í seinni tíð telja margir vísindamenn sig hafa orðið þeirra varir og geta leitt þau í ljós, bæði með dýratilraunum og hjá fólki með krabbamein. Skoð- anir manna um þetta eru skiptar og deilurnar um það oft óvenju illvígar eins og að líkum lætur, þeg- ar litið er á, hversu úrslit þessa máls eru geysilega mikilvæg. Það hafa verið gerðar tilraunir með blóðvatns- meðferð og bólusetningar gegn krabbameini í mörgum löndum allt frá aldamótum og einnig nú síðusm árin. Því miður verður að viðurkenna að þessar tilraunir hafa ekki borið árangur sem skyldi, þar sem ekki hefur tekizt að lækna sjúklingana eða draga úr sjúkdóminum nema þá í rétt einstaka til- fellum. Við verðum enn að slá því föstu, að ónæmismeð- ferð gegn krabbameini er ekki nothæf. Það verður þó jafnframt að viðurkenna, að tilraunirnar hafa nær allar verið gerðar á sjúklingum, sem sjúkdóm- urinn hefur verið langt genginn hjá og aðrar lækn- ingaaðferðir höfðu verið reyndar við án nokkurs árangurs. Reynslan hefur þó sýnt, að bólusetningarnar höfðu ekki nein veruleg ill áhrif á sjúklingana. Blóðvatnsmeðferðin við krabbameini hefur aftur á móti stundum haft mjög alvarlegar afleiðingar eins og oft skeður, þeagr hún er nomð gegn öðrum sjúk- dómum. Aðeins örfáir vísindamenn hafa gefið heil- brigðu fólki slíkar bólusetningar. Gildi þessara bólusetninga felst í því, að þær gera kleift að rann- saka mótefnamyndun, bæði meðal heilbrigðra og krabbameinssjúklinga, sem bólusettir eru. Þetta stuðlar þannig að því að leiða í ljós, hvers virði hugmyndin um áhrif bólusetninganna er og líkurn- ar til árangurs af þeim. Onnur hlið ónæmisrannsóknanna, sem varðar krabbamein og getur gefið vonir um raunhæfa notkun, er sú, að miða að því að finna næmispróf frh. á hls. 22 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.