Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 5
arnar. Þolinmóð, vingjarnleg og uppörvandi afstaða fjölskyldunnar er sérstaklega mikilvæg. Þd veltnr nuddlækni. Fatnaði má auðveldlega breyta þannig, að sjúk- lingurinn eigi sem auðveldast með að klæða sig og bjarga sér á salerninu. Gott er að hafa rennilás þar sem því verður við kom:ð og stóra hnappa, þar sem ekki verður kom:zt af án þeirra og óreimaða skó með teygju geirum, svo dæmi séu tekin. það ekki síður á miklu, að sjúklingurinn fari dag- lega í gönguferðir og líkamsæfingar. Ennfremur er mjög áríðandi að æfa liðamótin (sérstaklega axlar- liðina) og teygja á þe'm eins og frekast er unnt. Bezt er að læra daglegar, skipulagðar æfingar hjá nuddlækni. Parkinsonssjúklingarnir megrast stundum vegna þess, að þeim vinnst ekki tími, eða gefa sér ekki nægan tíma til þess að borða nægilega mikið. (Sjúk- dómurinn sjálfur veldur ekki megrun). Þolinmæði sjúklingsins og fjölskyldunnar, sem lilut á að máli, er það eina, sem getur leyst vandann. Sjúklingarnir eiga oft erfitt með að halda á og stjórna tækjunum til þess að borða með. Oftast nær getur einhver lag- hentur innan fjölskyldunnar búið til gild hand- föng úr tré, sem hægt er að setja á skeiðina, hnífinn og gaffalinn, til að sjúklingurinn fái betra tak á þeim. Þegar hendurnar hristast mikið, er auðveld- ara að drekka úr þungri krukku (úr málmi) en venjulegu glasi eða bolla. Hægðatregða er algeng, en oft er hægt að bæta hana með flóafræi og sveskj- um. Smábreytingar á innréttingu heimilisins geta orðið til þess, að sjúklingarnir geti bjargað sér á eigin spýtur. Margir eru þeir skrefstuttir og geta lítið eða ekki lyft fótunum frá gólfi. Með því að taka burtu þröskulda og festa niður brúnir teppanna verður minni hætta á, að þeir hrasi. Sjúklingarnir eiga erfitt með að rísa upp úr venjulegum hæginda- stólum. Háu, gamaldags stólarnir eru heppilegri. Jafnvel mætti saga 1 eða 2 sentimetra af fremri löppunum. Ef komið er fyrir heppilegum handföng- um á salerninu, getur sjúklingurinn betur bjargað sér þar. Sé hann mjög illa gangfær, geta handföng við allar dyr hindrað, að hann detti við að opna þær. Rúmið má ekki vera of lágt. Oft á sjúklingurinn erfitt með að snúa sér í rúminu, en séu sett hand- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL föng báðummegin á það, dugar það oft til þess, að liann bjargist án þess að þurfa að ónáða maka sinn eða aðra. Til eru rúm með vélum, sem snúa til rúm- botninum og auðvelda þannig sjúklingnum að hreyfa sig, en því miður eru þessi rúm nokkuð dýr. Órói um nætur, jafnvel martröð eða óráð á sér stundum stað og versnar iðulega af lyfjunum, sem sjúklingurinn verður að nota og eru annars til mik- illa bóta. Smá breytingar á kvöldskömmtunum, heppilegt svefnlyf og lampi með daufu Ijósi, nægir oft til að leysa vandann. Verði Parkinsonssjúklingur að vera algerlega bundinn við heimilið er mikilvægt, að hann hafi eitthvað nytsamt fyrir stafni. Oftast má finna sjúk- lingnum eitthvert verkefni, sem hann ræður við: - ryksugun og ýmislegt snatt í eldhúsinu og víðar. Og hér gildir enn sama reglan að hjálpa sjúklingn- um sem allra minnst við stöxfin, vegna þess að um þennan sjúkdóm gildir ekki síður það sama og um flesta aðra sjúkdóma, hve mikilvægt það er, að sjúk- lingurinn vinni öll þau störf, er hann tekur sér fyrir hendur á eigin spýtur, eftir því sem sjúkdómurinn frekast leyfir. Það eykur sjálfstraust hans og sjálfs-. virðingu. Reynslan hefur einnig sannað — og það verður að undirstrikast vel - hve þýðingarmikið er, að sjúklingurinn fái að sinna hugðarefnum sínum. Fjölskyldan þarf því ef til vill, að fara á bókasöfn fyrir hann og greiða götu hans á ýmsan hátt. Líf fjölskyldunnar og samband hennar við annað fólk verður að ganga sinn vana gang. Það er engin ástæða til þess að einangra sig. Réttast er að skýra vinum og kunningjum hreinlega frá ástandi sjúk- lingsins og einkennum sjúkdómsins. Sjúklingurinn á erfitt með að sætta sig við skjálftann og reynir að leyna honum. Bezta ráðið, til þess að sigrast á þeirri hugaikvöl, er að tala blátt áfram og frjálslega um sjúkdóminn. Ferðalög hafa vitanlega erfiðleika í för með sér, en eru ekki síður uppörfandi fyrir Parkin- sonssjúklinga en heilbrigt fólk. Það liggur bann við - og er hættulegt - að sjúklingarnir aki bíl, vegna þess hvað hreyfingarnar eru stirðar og viðbragðs- flýtirinn takmarkaður. Þar sem svipbrigði eru lítil og hreyfingarnar seinar, virðast Parkinssonssjúk- lingarnir andlega sljófgaðir, að minnsta kosti freist- frb.á bls.ll 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.