Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 7
G. PINCHERTE lœknk: Því meira sem kröfurnar vaxa um auðveldan að- gang að reglubundnum læknisskoðunum, verða jafnframt möguleikarnir til þess að uppfylla þær að aukast. Þó að það sé mörgum erfiðleikum háð, ber skilyrðislaust að stefna að því. Það er til fólk, frekast karlmenn, sem hælir sér af, að það fari aldrei til læknis. Margt er það svo gæfusamt að hafa verið við góða heilsu allt sitt líf. Fólki kemur oftast ekki til hugar að leita læknis fyrr en það finn- ur að eitthvað er að. Þetta fólk fer með bílana sína til reglubundins eftirlits, áður en þess verður vart að nokkuð sé athugavert við þá. Á verkstæðunum eru fastir ítarfsmenn, sem sjá um rannsókn:r á vélinni og öllu, sem kann að bila og til þess að leiða í ljós, hvern leyndan galla og bæta hann áður en nokkuð alvarlegt skeður. Maðrinun er allt annað cg miklu meira en vél. Skyldi ekki vera rétt og skynsamlegt að gæta sömu vaiúðar gagnvart sjálfum rér og bílnum. Jákvœður árangur. Hvað næst með reglubundinni læknisskoðun? Greining ýmsra sjúkdóma svo snemma, að fólk er enn ekki farið að verða þeirra vart. Þetta á meðal annars við um sykursýki, berkla og krabbamein. Allir þessir sjúkdómar geta verið lífshættulegir, en iðulega er hægt að lækna þá, komi þeir nógu snemma til læknismeðferðar. Hvers virði eru reglubundnar lœknisskoðanir? Reglubundnar gegnumlýsingar og röntgenmynd- anir eru nauðsynlegar til að hafa hemil á berklun- um. í Bandaríkjunum telja margir læknar og þá fyrst og fremst sérfi æðingar á þessu sviði, að ekki eigi að hleypa neinum innflytjanda inn í landið fyrr en hann eða hún hefur gengið undir röntgenskoð- un. í baráttunni gegn krabbameini eru reglubundn- ar rannsóknir á útstroki fiá leghálsinum orðnar al- mennar og fara stöðugt í vöxt. Sálræn streita er mjög almenn. í hópi 10.000 kvenna í Bandaríkjun- um áttu tíu af hundraði við hana að stríða. Flest af þessu fólki fékk bót. Sumt læknaðist af lyfjum, en langflest af því, að því gafst tækifæri til að leggja vandamálin fyrir sérfrótt fólk, sem gat gefið rétt og holl ráð. Um hjartasjúkdóma er mikið deilt vegna þess, að möguleikar til lækninga geta oft verið hæpnir. Það er þó að minnsta kosti víst, að megrun þeirra, tem eru of feitir og reykingabindindi og meðferð á háum blóðþrýstingi á allt sinn þátt í að minnka hættuna á æðastíflu, hjartaköstum og æða- kölkun. Sumir læknar telja auk þess, að há kólest- erolgildi blóðsins geti verið undanfari og orsök kransæðastíflu. Með lyfjum og sérstöku mataræði tekst að lækka kólesterolmagn blóðsins. Það er líka mikilsvert, að fólk fái tækifæri til þess að ræða um ýmsa smákvilla, þó þeir séu tiltölulega meinlausir, og ekki þætti viðeigandi að ónáða lækninn út af Framhald á bls. 22. FUÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.