Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 10
Myndin er af nýju sýningartæki, sem líkist sjón- varpi, en er sýningarvél fyrir 8 mm. tilluktar film- ur. Krabbameinsfélagið aflaði sér þess tækis fyrir nokkru og lánar það, ásamt fræðslumynd um skað- semi tóbaks, til allra skóla, sem óska þess og hafa allmargir skólar, bæði úti á landi og í Reykjavík, notið þess. Tækið er ætlað til notkunar í kennslu- stofum og er unnt að sýna á það í björtu. Auk þess lánar Krabbameinsfélagið skólum og þeim félögum sem þess óska, þrenns konar 16 mm. fræðslumyndir um skaðsemi sígarettureykinga, allar með íslenzku tali. Þeim 10 eintökum sem til eru hjá félaginu hafa félög og skólar notið góðs af á undanförnum 6 ár- um, auk þess sem þær eru notaðar á fræðslufund- um Krabbameinsfélagsins fyrir almenning. Erlendur læknir og heilbrigðismálafulltrúi, sem nýlega var á ferð hér á landi, lét hafa þetta eftir sér í blaðaviðtali: „Almenningsfræðsla er víðasthvar fyrir neðan allar hellur. Tökum reykingar sem dæmi. Það eru helzt lungnasérfræðingar sem nú eru að reyna að hætta að reykja, aðrir segjast heldur vilja lifa nokkr- um árum skemur, en láta þetta á móti sér. Þetta eru orðin tóm, því almenningur gerir sér raunveru- lega ekki grein fyrir hættunni. Eg held því fram að of seint sé að kenna gömlum hundi að sitja og því verðum við að einbeita okkur að því að fræða börn- in, áður en þau byrja að erykja. Hinir fullorðnu eru vonlausir." 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.