Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 12
Krabbamein lœknast af sjálfu sér ÞAÐ var seint á árinu 1966, að út kom bók, sem vakti mikla og almenna athygli Hún hét „Prinsess- an” og var eftir finnska rithöfundinn Gunnar Mattsson. Bókin er sjálfsævisaga höfundarins og segir frá konu hans, sem var krabbameinssjúkling- ur. Læknarnir höfðu misst alla von um hana, en hún giftist og varð barnshafandi, þrátt fyrir bann þeirra. Um meðgöngutímann kom til skyndilegra breytinga. Meinsemdin hvarf, og Seja Mattsson varð alheil. Hvað skeði? Kraftaverk? Meistari þver- sagnanna, Chesterton, sagði eitt sinn: „Það athyglis- verðasta við kraftaverkið er, að það á sér stöku sinn- um stað." Vöxtur krabbameins getur stöðvazt og sjúku frumurnar horfið smátt og smátt. Það hefur talsvert verið skrifað um þetta í læknabókmenntunum og í tímariti norska læknafélagsins skýrir prófessor Olav Hilmar Iversen frá, hvað ritað hefur verið um þessi efni. í upphafi greinar sinnar skýrir hann frá tveim- ur sígildum dæmum. í öðru þeirra segir frá ka- þólskri nunnu, systur Geirþrúði í New Orleans. Hún var lögð inn á spítala 27. desember 1934. Hafði þá verið veik og þróttur hennar farið þverr- andi síðustu mánuðina. Þegar hún var lögð inn, hafði hún verki í kviðarholinu, ógleði, köldu og háan hita og gulu. Sjúkdómsgreiningin fyrir skurð- aðgerðina var krabbamein í briskirtli. Kviðarholið var opnað 5. janúar 1935. Þá sýndi sig, að briskirt- illinn var þrefalt stærri en eðlilegt er, og skurðað- gerð á honum kom ekki til greina. Er sýni höfðu verið tekin úr kirtlinum, var kviðarholinu lokað. 3 þaulæfðir meinafræðingar gáfu úrskurð um krabba- mein í briskirtli. Að skömmum tíma liðnum, fór systur Geirþrúði að batna, svo að hægt var að út- skrifa hana af spítalanum 1. febrúar 1935, og hún tók þá til við sín venjulegu störf 1. marz sama ár. í sjö og hálft ár var hún í fullu starfi eftir skurð- aðgerðina, en þá dó hún skyndilega 20. ágúst 1942. Krufning leiddi í Ijós, að dánarorsökin var blóð- tappi í öðru lunganu. Engin merki eða leifar krabbameins fundust í briskirtlinum. Hin sagan segir frá 23 ára gamalli enskri konu. Þegar hún vitjaði lækn:s 1952, kom í ljós illkynjað mein með útsæðishnútum á hægra fæti. Gagnstætt ráðleggingum læknanna giftist konan og varð þung- uð 6 mánuðum eftir skurðaðgerðina. Útsæðishnút- unum fjölgaði og þeir færðust upp eftir hægra lærinu um meðgöngutímann. Jafnframt kom lifrar- stækkun til sögunnar. Læknarnir töldu hana von- lausa með öllu. Þremur mánuðum eftir að hún átti fyrsta barnið hurfu verkirnir á lifrarsvæðinu. Meðan hún var með barni í annað sinn, minnkuðu útsæðishnútarnir í húðinni, og á þriðja meðgöngu- tímanum hurfu þeir með öllu. Konan lifði í 10 ár eftir þetta og eignaðist fimm heilbrigð börn. í októ- ber 1961 blossaði sjúkdómurinn upp á ný, og hún dó í apríl 1962. Prófessor Iversen ræðir ennfremur um tvær bæk- ur, sem fjalla um lækningu krabbameins af sjálfs- dáðum, önnur eftir Everson & Cole „Sjálfkrafa eyð- ing krabbameins". Þar fer höfundurinn í gegnum bókmenntirnar af nákvæmni og mikilli gagnrýni. Frá því um aldamót og fram til ársins 1965, fundu þeir 176 tilfelli af krabbameinum, sem læknuðust af sjálfu sér. Bókin gefur engar beinar skýringar á, hversvegna þetta skeði, en tilnefnir ýmsa mögu- leika. I. í einstökum tilfellum geta vakaáhrif innri kirtla orsakað batann. II. Hiti og smitandi sjúkdómar er oft tilnefnt sem orsök þess, að krabbamein lætur undan síga. III. Stöku sinnum er fullyrt, að varnarkerfi lík- 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.