Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 3
Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn 29. apríl 1970. Formaður félagsins, Bjarni Bjarnason lækn- ir, fluti skýrslu félagsstjórnar. [Jr skýrslu formanns Þrír stjórnarfundir voru haldnir á árinu og 19 framkvæmdanefndarfundir. Hann gat þess í upphafi, að þar sem hann hefði flutt allýtarlega skýrslu um starfsemi leitarstöðvanna í fyrra á aðalfundi og stutt yf- irlit um sama efni í hljóðvarpi og sjónvarpi 7. apríl sl., á degi Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, mundi hann fara fljótt yfir þá sögu að þessu sinni. Leitarstöðvar Þær starfa allar með sama sniði og áður. í Leitarstöð-B, sem starfað hefur nálega 6 ár, hafa verið skoðaðar 25 þús. konur í fyrsta sinn eða 67 % allra kvenna á landinu á aldr- inum 25-60 ára. Engin önnur þjóð í heimi hefur náð svo hárri hundraðstölu á þessu sviði. Á 5 árum fundust 214 konur með staðbundið krabbamein og 76 með ífarandi krabbamein í innri getnaðarfærum. Rúml. 11 þús. konur hafa nú verið rannsakaðar í annað sinn og þriðja umferð er í fullum gangi. Nýjar deildir Deildir innan Krabbameinsfélags íslands eru nú orðnar 17 talsins, þ. e. 7 deildum fleiri en í fyrra á aðalfundi. Nýju deildirnar eru: Krabbameinsfélag Siglufjarðar, Siglufirði; Krabbameinsfélag Snæfellinga, Stykkishólmi; Krabbameinsfélag Borgarfjarðar, Borgarnesi; Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Búðardal; Aðalfundur KFÍ1970 Krabbameinsfélag Austurlands, Egilsstöðum; Krabbameinsfélag Austfjarða, Neskaupsstað; Krabbameinsfélag Suð-Austurlands, Horna- firði. Þeir Bjarni Bjarnason form. Krabbameins- félags Islands og erindreki þess, Jón Oddgeir Jónsson, unnu að stofnun allra hinna nýju deilda. Oll þessi félög hafa að meginverkefni leit að legháls- og legkrabbameini. Lengst af hefur verið dauft yfir starfsemi krabbameinsfélaganna úti á landi, en nú hafa þau fengið verðug verkefni að glíma við, enda ríkir mikill áhugi almennings fyrir stofn- un nýrra félaga. Krabbameinsfélag Reykjavíkur er eina fé- lagið, sem hefur verið þess megnugt að leggja fram fé til styrktar Krabbameinsfélagi íslands svo nokkru nemi, en það lagði fram 1,6 millj- ónir króna í árstillag fyrir árið 1969, og ann- ast alla fræðslustarfsemi, sem fram fer á veg- um Krabbameinsfélaganna eins og undan- farið, en fjáröflun á að vera megin verkefni deilda innan Krabbameinsfélags fslands. Framkvæmdanefndin hefur haldið all- marga fundi með læknum leitarstöðvanna og fleiri læknum, til að ráðgast við þá um ýmis- legt varðandi starfsemi félagsins, og þá sér- staklega hvað bæri að leggja mesta áherzlu á. Könr.un á brjóstum kvenna Á aðalfundinum kom það fram, að í ráði sé að hefja könnun á brjóstum kvenna með tilliti til krabbameins, jafnframt legháls og FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.