Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 19
Krabbameinsfélögin leggja mikla áherzlu á að fræða unglinga í skólum landsins um skað- semi sígarettureykinga og einnig að benda þeim, sem háðir eru reykingum, á ráð til að hætta að reykja. Á myndinni sjást þrjú af fræðsluritum Krabbameinsfélagsins á þessu sviði. hægfara hvítblæði að ræða. Á hinn bóginn fer hvítblæði stundum svo geyst af stað, að því fylgir kuldahrollur og hár hiti, sem bendir til, að um bráða hvítblæði sé að ræða. Þegar bráða- eða hægfara hvítblæði er á ferðinni, taka hvítu blóðkornin á sig svip krabbameins- fruma. Meira eða minna afbrigðilegt útlit þeirra byggist á hvort sjúkdómurinn er bráð- ur eða hægfara. Munurinn á hvítblæði og öðr- um krabbameinstegundum er sá, að hvítblæð- isfrumurnar fara þegar út í blóðstrauminn og dreifast um alla vefi líkamans næstum sam- stundis. Sjúkdómurinn er því kominn um allt, þegar hann er greindur. Með því að hinum sjúku hvítu-blóðkornum fjölgar svo, að þau bera rauðu-blóðkornin ofurliði í mergnum, og ráðast inn í aðra vefi líkamans, verður sjúklingurinn blóðlaus. Stækkun miltisins og sogæðaeitlanna, sem getur orðið gífurleg, fer eftir því, hverrar tegundar hvítblæðið er. Vegn annarra truflana á starfsemi mergsins getur blæðingahættan aukizt mjög. Sjúkling- urinn fær blóðnasir, blæðingar undir húðina eða frá meltingarfærunum. Gagnstætt öðr- um krabbategundum, getur hvítblæðið komið á hvaða aldri sem er, þó að þær tegundir, sem algengastar eru meðal fullorðins fólks, séu frábrugðnar þeim, sem eru algengastar hjá börnum. í yfirliti, sem nýlega var birt er hvít- blæði talið valda Va af öllum krabbameinum meðal barna. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.