Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 3
Mót norrœna krabba- meinssambandsins 1970 SÍÐASTA mót norræna krabbameinssambands- ins var haldið í Stokkhólmi 24. sept. sl. ár. Auk hinna venjulegu fundarhalda formanna, ritara og formanna krabbameinsskráninga á Norðurlöndum, var haldið yfirlitsþing um ill- kynja lymphom (þ. e. illkynja meinsemd gengin út frá sogæðakerfinu). Var það hið fróðlegasta og í alla staði vel heppnað. Hátíðlegasta athöfn þingsins var úthlutun á heiðursskildi Norræna krabbameinssam- bandsins. Það voru þau J. R. Heller læknir frá Bethesda í Bandaríkjunum og frú Mildred Allen, Zúrich í Sviss, sem hlutu hann að þessu sinni. Þessi heiðursskjöldur er aðeins veittur þeim, sem hafa unnið sérstaklega veigamikið starf í baráttunni gegn krabbanum. Dr. Heller er einn af brautryðjendum hins frjálsa framtaks í baráttunni gegn krabba. Hann hefur árum saman haft náið samstarf við Ameríska krabbameinsfélagið og lagt af mörkum mikið starf í þágu alþjóða krabba- meinssambandsins. Hann hefur verið formað- ur fjölda nefnda innan þess og átt upptökin að mörgum samtökum gegn krabbanum og verið frumkvöðull að fjöldarannsóknum, ásamt öðru, sem hefur lotið að því, að finna krabba á byrjunarstigi. Ennfremur lagt á ráð- in um rannsóknir á hegðun og útbreiðslu krabba í mörgum löndum og beitt sér mjög fyrir alls konar upplýsingastarfsemi. Frú Mildred Allen stjórnaði um skeið ut- anríkisdeild Ameríska krabbameinsfélagsins, og á þann hátt komst hún í samband við sjálf- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL boðaliðastofnanir krabbameinsfélaga um all- an heim. Síðan 1966 hefur hún starfað við allsherjar skipulagningu Alþjóða krabba- meinssambandsins, sem hefur aðalstöðvar sínar í Genf. Nú sem stendur skrifar hún bók um hina sögulegu þróun krabbameinsfélaga. Hún er einnig ritari ýmsra nefnda í Alþjóða krabba- Framh. á bls. 13 Dr. Heller og frú M. Allen taka á móti heið- ursskjöldum Norrcena krabham einssam bands- ins. Prófessor Bengt Gustafs- son forseti Norrtena krabbam einssam bands- ins 1970. 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.