Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 12
berkjum Jungnanna, þar sem vitað er að krabbinn hefur oftast göngu sína. Við gátum vitanlega ekki sýnt fram á þessi einkenni hjá lifandi fólki, vegna þess að þau koma einungis fram langt niðri í lungunum. Upplýsingar okkar eru því fengnar með því, að rannsaka rúml. 100 þúsund næfurþunnar sneiðar af lungnavef, sem tekinn var við krufningu úr 1200 körlum og konum á aldrinum 22 til 84 ára, og höfðu dáið úr hjartasjúkdómum, heilaæxlum, lungnabólgu, af slysum og öðr- um ástæðum, og svo vitanlega úr lungna- krabba. Á meðal þeirra var fólk, sem reykti lítið, hóflega og mikið, reykti ekki og hafði hætt reykingum. Meðan á þeim þætti þessara rannsókna stóð, að við rannsökuðum ein- göngu sneiðar úr lungum reykingamanna, tókum við eftir að margs konar breytingar höfðu átt sér stað og þetta var þróun, sem var mjög hægfara. Við urðum þannig áhorf- endur að ummyndun heilbrigðrar frumu í krabbafrumu frá stigi til stigs. Fjöldi sjúk- legu frumanna og breytingarnar í þeim voru í nákvæmu hlutfalli við sígaretturnar, sem einstaklingurinn hafði reykt í lifanda lífi. En iðulega komumst við að raun um, að himnan, sem skilur þessar frumur frá stoðvefnum undir flöguþekjunni, var enn heil og ósnort- in. Þannig tókst henni að halda þessum ágengu óróaseggjum í skefjum og hindra að þeir gætu sloppið út í blóðrásina, sem hefði þá fleytt þeim til annarra svæða. Þetta stig köllum við staðbundinn krabba (cancer in situ); skipuðum honum í þann flokk, sem er aðeins samruni lítils frumuhóps og heldur sig í flöguþekjunni þar sem uppruni hans var. Meðan frumurnar eru staðbundnar, ekki vaxnar inn úr flöguþekjunni, gera þær ekk- ert illt af sér, en þær halda sínum illkynja eiginleikum. Og næsta skref lífs þeirra er að rjúfa stoðvefshimnuna. Um leið og þetta skeður snýr meinið aldrei við. ífarandi krabbi hefur hafið göngu sína. Þegar hér var komið sögu, skipuðum við niður í þrjá 72 manna samanburðarhópa til þess að gera okkur glögga grein fyrir hvað raunverulega skeði í lungum þeirra, sem hafa hætt að baða þau í tóbaksreyk. í fyrsta flokknum voru þeir, sem reykt höfðu mestan hluta ævinnar allt til dán- ardægurs. Annar hópurinn var fólk, sem aldrei hafði reykt, en þriðji hópurinn var fólk, sem hafði reykt í 10 ár eða lengur, en hætt og a. m. k. ekki reykt síðustu 5 árin, sem það lifði. Allt hafði það dáið úr öðrum sjúkdómum en lungnakrabba. Vitneskju um reykingavenjur þessa fólks var haldið leyndri fyrir okkur, til þess að hún gæti engin áhrif haft á leit okkar að krabbafrumum. Þess vegna voru glerin með vefjasýnunum aðeins merkt í númeraröð. Þegar við höfðum rann- sakað um 10 þús. gler og árangur okkar hafði verið tengdur sögu einstaklinganna, sáum við undir eins hvað nákvæmlega ástand þekjunn- ar í lungnaberkjunum, endurspeglaði, hversu langt var liðið frá því reykingum hafði verið hætt. Staðbundinn krabbi, síðasta stigið, áður en hann varð ífarandi, kom 40 sinnum oft- ar fyrir hjá þeim, sem höfðu reykt til síðustu stundar en hjá hinum, sem höfðu hætt. Hjá mörgum, sem höfðu hætt að reykja, var berkjuslímhúðin heilbrigð eins og í barni. En hið stórkostlega, sem þarna kom í ljós, var, að þekjur þessara sömu lungna höfðu einu sinni verið þaktar fjölmörgum breyting- um, sem voru forstig krabba, skemmdir, sem hurfu svo, að engin merki þeirra sáust lengur eftir að fólkið hafði hætt að reykja um skeið. Engin merki er að vísu ofsagt. Þegar ég sat niðursokkinn yfir þúsundum sýniglerja, sá ég mér til mikillar furðu hingað og þangað frumur, einkennilegar útlits, sem ég hafði aldrei séð áður. Frumukjarnarnir voru rýrir og samandregnir, eins og skorpnaðir, og stundum höfðu þeir skilið eftir greinilegan 12 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.