Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 18
Fró starfsemi krabbomeins- félaganna Who-dagurinn. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin helgaði árið 1970 krabbameinsleit og sérstaklega því að finna krabbamein á byrjunarstigi. 1 tilefni af því skrifaði stofnunin Krabba- meinsfélagi íslands og fór þess á leit að það túlkaði þessi baráttumál á degi stofnunarinn- ar, sem er 7. apríl. Krabbameinsfélag íslands gerði það bæði í sjónvarpi og í útvarpi. Leitarstöðvarnar: A-stöðin hefur nú starfað í 12 ár. Hún tek- ur á móti fólki yfir fertugt, sem telur sig heilbrigt en óskar að láta rannsaka sig með sérstöku tilliti til krabbameins. Rannsóknirn- ar þar hafa verið hinar sömu og áður. Að- sókn að stöðinni hefur verið óvenjumikil, sem byggist e. t. v. nokkuð á því, að 40 þús. ein- tökum af fræðsluriti um krabbamein í melt- ingarfærum var dreift út um allt landið með happdrættismiðum. Þannig komst það til fimmta hvers manns á landinu. C-stöðin. Hún tók til starfa 1967 og sinnir aðeins speglun meltingarfæranna (endoscopi). Þar hefur frá byrjun verið gerð speglun á endaþarmi og ristli (proctosigmoidascopi) á öllum, sem leitað hafa til A-stöðvarinnar, og kom þegar í ljós og æ síðan, hversu þýðingar- mikið var að taka upp þá rannsókn, enda vit- að fyrr, þótt þess væri ekki kostur vegna fjár- skorts. Á því 13 ára tímabili, sem A-stöðin hefur starfað, fannst þar allstór hópur fólks með sýrulausa maga. Þar sem þetta fólk er öðrum fremur talið eiga á hættu að fá magakrabba, var því öllu boðið að koma í C-stöðina til lit- myndunar á innra borði magans með gastro- camera. Árangurinn af þessum rannsóknum hefur nú verið tekinn saman og 1 % reyndist vera með krabba í maga, sem er mjög há tala. B-stöðin. Tala þeirra kvenna, sem rann- sakaðar hafa verið þar, með tilliti til legháls- og legkrabba, er nú komin upp í 27.900 eða 74% af öllum konum á landinu á aldrinum 25-60 ára. Stöðin hefur nú starfað í rúm 6 ár. 13-000 konur hafa verið rannsakaðar í annað sinn og þriðja umferð er í fullum gangi. Á 5 árum fundust 214 konur með staðbundið krabbamein (Cancer in situ), og 76 með ífarandi krabba (invasiv cancer). Sýning amerískrar fræðslumyndar að til- hlutan Krabbameinsfélagsins fór fram í sjón- 18 FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.