Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 15
að drepa sumar tegundir sýklanna. Munn- vatnið og ýmsar aðrar tegundir vökva, sem líkaminn myndar, hafa í sér lysozyme, ásamt ýmsum öðrum sýklaeyðandi efnum, sem eru nefnd levcin, lysin og plakin, og eru enn ekki fullrannsökuð. Jafnvel nakin húð yðar hefur talsverða hæfileika til að drepa sýkla. Blóð- kreppusóttarsýkill, sem settur er í saltvatns- dropa, lifir í 4 klst., en sé hann settur í lófa yðar, drepst hann eftir 20 mínútur. Sumir sýklar lifa af þessar ytri varnir og margfald- ast jafnvel á húðinni. Til þess að þeir geti valdið meini, verða þeir þó að komast inn í líkamann, sigrast á margvíslegum og furðu- legum vörnum. Sýklar, sem fara upp í munn- inn, verða fyrir árásum af sóttverjandi efn- um í munnvatiiinu. Þeir sýklar, sem er rennt niður og skoiað ofan í magann, lenda í sterk- um meltingarsöfum, sem þar bíða þeirra. Fæstir þeirra komast því lifandi niður í þarm- ana. Sýklar, sem komast upp í nefið, verða að fara í gegnum margbrotið net af loftsíum nasanna og hliðarganga þeirra. Yfirborði þessara ganga er haldið röku með slímkennd- um vökva, sem verkar eins og flugnapappír, sem sýklarnir festast í. Orsaki sýklarnir ert- ingu, er þeim hnerrað burt eða það fer að flæða úr nefinu og þá skolast þeir út. Sýklar, sem ná því að komast ofan í lungnapípurnar, eru einnig veiddir í slímvökva og stundum er þeim hóstað upp. Orfínir þræðir, sem líkjast hárum, eru sísópandi í slímvökvanum og reyna að koma öllu, sem fer niður í lungun, upp í hálsinn. Þannig er sýklum, sem festast í slímvökvanum, sópað upp í hann, loks er þeim hrækt út eða rennt niður og tortímt af meltingarsöfunum. Ef sýklar komast inn í líkamann gegnum rispur í húðinni eða í slímhimnunum (stundum svo litlar að eng- inn tekur eftir þeim), er hættan sýnu meiri. Maður stígur á nagla, sem er ataður sýklum. Hver sýkill, sem þannig kann að komast inn FRÉTTABKÉF UM HEILBRIGÐISMÁL í líkamann, skiptir sér í tvo innan 20 mín- útna. Að öðrum 20 mínútum liðnum skipta þeir sér á ný. Ef sýklaskiptingin héldist svona hröð, mundi líkaminn hýsa billjónir afkom- enda hins fyrsta innan 7 klst. og nokkrar trilljónir eftir sólarhring, en þá væri líkaminn vitanlega altekinn. En áður en þetta má ske, koma bólguvarnir til skjalanna og bjarga frá voðanum. Bólga hefst þegar ýmis konar kem- isk efni leysast úr læðingi á staðnum, þar sem sýklarnir settust að. Þau myndast fyrir áhrif sýklanna eða frumanna í líkamanum, sem orðið hafa fyrir skemmdum. Þessi kemísku efni síast út í allar áttir þar til þau ná til næstu blóðæðar. Þar orsaka þau útvíkkun æðaveggjanna og gera blóðvökvanum kleift að síast út í gegnum þá. Blóðvökvanum fylgja hvít blóðkorn, kölluð leukocytar (sem þýðir hvítar frumur) og ýmis kemísk efni, sem hindra sýklavöxt. Hvítu blóðkornin eru ein- hver sérkennilegustu og áhrifamestu varnar- öfl líkamans. Að útiiti til líkjast þau mest einfruma dýrum, sem kallast amöbur, og geta flutt sig eins og þær frá einum stað til annars innan líkamans. Á einhvern hátt, sem enginn skilur, dragast hvítu blóðkornin þangað, sem sýklainnrás á sér stað, á svipaðan hátt og stál- agnir að segul. Um leið og þau koma á stað- inn, gleypa þau í sig hverja ögn, sem gert hefur innrás í líkamann. Sýklar í sjáljheldu. Það er heillandi að fylgjast með þessum gleypileik í smásjánni. Hvítt blóðkorn rennir sér að innrásarsýkli, klemmir hann upp að fastri mótstöðu, hvolfir síðan hlaupkenndum líkama sínum yfir hann, til að stía hann af. Þá myndast gat á himnuna, sem umlykur frumuna og sýkillinn sendist inn um það, en þar með er hann gleyptur og inniluktur. Augnabliki síðar rennir hvíta blóðkornið sér af stað eftir næsta ránsfeng. Milljónir hvítra 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.