Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 22
Konungurinn fékk slag, og varð meðvitundar- laus, að morgni 2. febrúar 1685, þegar þjónninn hans var rétt að enda við að raka hann. Hinir kon- unglegu læknar hans voru kallaðir saman í skyndi, 11 talsins, og allir kepptust þeir, hver við annan að stinga upp á lyfjum handa hinum konunglega yfirboðara sínum. Fyrst var konunginum tekið blóð úr bláæð, sogskálar voru settar á axlir hans til að draga út meira blóð og honum var gefið uppsölu- meðal og hægðalyf. Klukkutíma síðar fékk hann annað hægðalyf. Þegar hann sýndi engin batamerki, fékk hann stólpípu, og í hana var sett antimon, vígt bitterbrennivín, steinsalt, malt, fjólur, rauð- rófur, kamillublóm, línfræ, kardemommufræ, fenn- elfræ, safranlaukur, skarlatsrauði og aloe. Honum var sett samskonar pípa 5 tímum seinna og um leið var gefið nýtt hægðalyf. Höfuð konungsins var rak- að og nuddað inn í það vökva, sem hleypti upp blöðrum, og hnerridufti var blásið upp í nasir hans. Auk þess var kúrekablómum stungið undir tungu- ræturnar, til að styrkja heilann. Hann fékk hægða- lyf allan daginn með stuttu millibili, ásamt styrkj- andi dtykkjum, sem voru rúgvatn með sætum möndlum og lakkrís. Hlýjandi drykkir voru gefnir inn á milli. Einn þeirra var búinn til úr hvítvíni með absinti og anísfræjum, en í öðrum voru þistil- lauf, hvönn og vaLlhumall. Til þess að draga út illt blóð frá heilanum, voru settir plástrar á iljarnar úr hrátjöru og dúfnadriti. Enn létti konunginum ekki neitt og þá var breytt til með styrkjandi drykk- ina. í einum þeirra var melónufræ, mannasaft, álm- ur, vallarliljur, lavendill, og perlur leystar upp í ediki. Gentsíanbláma og smára var bætt í drykk- inn, en allt kom fyrir ekki. Þá var ákveðið að gefa Raleigs-móteitur, sem var sett saman úr ógrynnum af jurtum og dýraseyðum, en það reyndist allt einsk- is virði. í örvæntingu sinni ákváðu læknarnir að reyna hina dýrustu allra læknisdóma, því kostnað- ur sk'pti engu máli. Það var Usnea og Bezoarsteinn. Loks var perlusvaladrykk með salmíaki böðlað nið- ur um háls hins meðvitundarlausa einvalds. Þá dó Þegar konungurinn fékk slagið hann, en hafði þó slarkað 3 sólarhringa í gegnum þessar lyfjafræðilegu þreng'ngar. Usnea og Bezoarsteinar eru þess virði, að þeirra sé minnzt nánar, þó ekki sé nema til þess, að skil- greina aigert fánýti þeirra. Usnea var mosi, sem fannst á hauskúpum glæpamanna, er höfðu verið hengdir ,en beinagrindur þeirra Látnar hanga uppi öðrum tii eftirminnilegrar viðvörunar. Að snerta þessar beinagrindur var forboðið, að viðlögðum pyntingum og dauða, og að ágirnast mosann var ærin áhætta fyrir lyfjabúðirnar, sem söfnuðu hon- um, enda verðiögðu þær hann svikalaust samkvæmt því, og jafnframt var tekið til greina, hve lyfið var óhemju sjaldgæft. Mosi af þaki heimakirkjunnar hefði haft nákvæmlega sömu verkanir eða með öðr- um orðum, var nákvæmlega einskis virði eins og hinn. Bezoarsteinar voru taldir vera mótefni gegn eitri, óhemju dýrir. Gátu kostað álíka og nýtízku Roils Roysbíll. Kaupmenn réttlættu verðið með erfið- leikunum á að ná í þá. Þeir uppástóðu, að í brund- tíðinni stöppuðu hjartartarfarnir niður í jörðina og fengju þannig snákana til þess að koma fram undan klettunum, til að aðgæta, hvað ylli hávaðanum. Þar sem dýrin væru sérstaklega gráðug í snáka, gleyptu þáu þá samstundis Lifandi og snákarnir borguðu fyrir sig með því að bíta magann á dýrunum að innan. Þetta orsakaði svo heiftariegar kvalir, að skepnurnar þeytnist út í næsta vatn til að kæla kviðinn og stæðu þar hágrátandi af kvölum, en úr tárunum mynduðust svo Bezoasteinar í augum þeirra. Steinarnir voru raunar gallsteinar úr slátr- uðum hrossum. Þeir kostuðu skít og ekki neitt, enda gat hver sem var hirt þá í sláturhúsunum. Tímaritið Health. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.