Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 7
Hœttulegust allra matareitrana Tíu manna fjölskylda á Hvítsöndum fékk hættulegustu matareitrun sem um getur fyrir einu misseri. Einn dó en hinir björguðust með naumindum fyrir nýtízku læknisaðgerðir. Blöðin ræddu málið af lifandi áhuga; það var hátt á baugi og víða mátti lesa ágætar lýsingar á skæðasta matvælaeitri veraldar, og í hvaða fæðutegundum væri mest hætta á að það myndaðist. En hverjir muna nú eftir þessu lengur? Hversu margir hafa klippt beztu greinarnar úr blöðunum til þess að geta rifjað upp hina mikilvægu vitneskju, sem þeir, er veita fyrstu hjálp, ættu sérstak- lega að hafa tiltæka. Hér birtist nú grein eftir Erik Munster lækni, sem kom fyrst út árið 1967. Hættulegasta matareitrun veraldarinnar heitir á læknamáli „botulismus ', og botulins sýkillinn myndar eitrið (botulus er latína og þýðir pylsa). Það eru til 5 tegundir botulinus sýkla, en aðeins tegundirnar A, B og E mynda eitur, sem er hættulegt mönnum. Sýkillinn er staflaga og skyldur ginklofa- eða stífkrampa- sýklinum. Hann finnst víða í jörð eins og hinn, sérstaklega þar sem húsdýraáburður hefur verið borinn á. Hann kemur einnig Nú á dögum er hundaæði að verða algeng- ur sjúkdómur á ný. Á meginlandinu er ekki óalgengt að sjá hunda með það og það á sér stað, að hellakönnuðir smitast af leðurblök- um. Nú er það rætt hvaða ráðstafanir sé hægt að gera til að hindra sams konar útbreiðslu smitsins og átti sér stað á síðustu öld, og al- menn bólusetning er aftur til umræðu. Þá leitar hugurinn á ný til hlédrægs vís- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL fyrir í þörmum manna og dýra, en veldur þar að jafnaði ekki sjúkdómi, þó einkennilegt megi virðast. Sýklarnir mynda aðeins hættu- legt eitur þar sem súrefnisskortur er. Hvar má búast við eitrinn? Það myndast t. d. í niðursoðnu grænmeti, ávöxtum, fiski og kjöti. Þegar búnar eru til niðursuðuvörur eru matvælin hituð mikið. Við það hverfur súrefnið úr niðursuðuílátinu og hinn hái hiti drepur venjulega botulinus sýklana, sem kunna að leynast í matnum. Og sporarnir, sem sumir sýklar mynda, þegar lífsskilyrðin eru óhagstæð, drepast einnig venjulega, en annars hafa þeir mjög mikið mótstöðuafl. Venjulega þarf meiri hita til að tortíma þeim örugglega en hægt er að ná í heimahúsum. Lifi þeir suðuna af, vakna þeir til nýs lífs um leið og hitinn fellur. Þeir verða þá að eðlilegum sýklum, sem æxlast mjög ört og mynda botulinuseitur í ríkum mæli. Hið harðlokaða og loftþétta ílát er súrefnis- tæmt og því eru þar valin skilyrði til eitur- myndunar. indamanns, Louis Pasteur, sem lagði nótt við dag í lítilli rannsóknarstofu í Ulm-götunni. Ævistarf hans stendur okkur jafn lifandi fyrir hugskotssjónum og nokkru sinni áður. Það á jafnt við um hann sjálfan og stofnunina, sem hann kom upp. Pasteur-stofnunin lifir og hrærist í stór- felldum viðfangsefnum, sem unnin eru í anda hans. Bj. Bj. þýddi. 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.