Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 5
Ég var svo lasin og miður mín, að ég hafði enga sinnu á því. Þó börnin væru ástúðleg, fannst mér þau fjarlægjast mig. Kannske var það ímyndun og vond samvizka. Á þessu gekk vikum og mánuðum saman, en þá barst mér skyndilega óvænt hjálp. Bróðir minn, sem er útgerðarmaður í sjávarþorpi, er kvæntur hjúkrunarkonu. Kvöld eitt í júlí komu þau til Reykjavíkur. Þau byrjuðu sumarfríið á því að heimsækja okkur hjónin. Mér hafði sjaldan liðið ver en daginn þann. Mágkona mín sá það og spurði mig spjörunum úr. Þegar ég hafði lýst fyrir henni vanlíðan minni og sjúkdómseinkennum, sagðist hún halda og telja víst, að ég væri komin með tóbakseitrun. Hún og bróðir minn voru búin undir mánaðarferðalag; ætluðu að fara í bíln- um sínum norður um land og til Austfjarða. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Þau buðu mér að koma með og sögðu að ég myndi hressast við það. Ég lét til leiðast eftir mikla eftirgangsmuni — fannst þó ég ekki geta yfirgefið manninn minn, heimilið og börnin, var auk þess áhugalaus og kveið fyrir öllu. Og þegar á átti að herða, vildi ég hætta við allt saman. En mágkona mín lét hvorki laust né fast fyrri en ég lét undan. Systir hennar, sem er ógift og býr hér í Reykjavík, lofaði að taka að sér heimilið og þar með var því borgið. Ferðin hófst eftir 3 daga með langri dag- leið og ég var úrvinda þegar við komum í næturstað. Eftir kvöldmatinn sátum við sam- an inni í herbergi hjónanna og fengum okkur glas af léttu víni. Ég keðjureykti allan tím- ann og leið bölvanlega. Áður en ég fór inn til mín, spurði ég mágkonu mína hvort hún 5 L

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.