Heilbrigðismál - 01.09.1970, Síða 18

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Síða 18
Fróðleiksmolar Leiðbeiningar fyrir heimilið og fjölskylcluna VítissÓdi eða lútar eru stórhættulegir sé ekki farið með þá af ýtrustu varfærni. Hörmu- legt slys skeði fyrir skömmu vegna þess að þriggja og hálfs árs telpa nuddaði annað aug- að með handklæði, sem móðir hennar hafði notað til að þurrka af höndum sér nokkra dropa af efni, sem var blandað örlitlu af vítissóda. Þar sem konan hélt að kvölin í auga barnsins orsakaðist af því að eitthvað hefði hrokkið upp í það, strauk hún augað með sama handklæði. Nokkrum dögum síðar var farið að myndast ský á auganu og að lok- um var sjáaldrið algerlega ógagnsætt og aug- að þar með blint. Lútar og sýrur. Ef lútar, sýrur eða aðrir sterkir vökvar skvettast upp í augað, má aldrei bregðast að fólk grípi til sinna ráða samstundis í stað þess að bíða læknishjálpar. Allir læknar leggja mikla áherzlu á, að augað sé skolað tafarlaust með vatni, enda getur það bjargað sjóninni, sem annars kynni að vera í stór- hættu. Dýrmætur tími glatast, ef þeir, sem verða fyrir slíkum slysum rjúka beint á lækn- getur alltaf átt sér stað, að inntakan sé endur- tekin vegna gleymsku í svefnrofunum og skammturinn þannig orðið hættulega stór. Látið meðulin alltaf vera í upprunalega ílát- ingastofu eða spítala, án þess að framkvæma hina lífsnauðsynlegu skolun augans áður. Lútarbruni á augum er meðal válegustu slysa á heimilum vegna þess hve hann veldur fljótt blindu. Efnið getur á skammri stundu brotizt djúpt inn í vefina og deytt lifandi frumur þeirra. Mörg sterk kemisk efni eru notuð til heimilishalds, eins og salmíak, sem getur valdið stórskemmdum á augum. Léleg heyrn getur orsakazt af eyrnamerg. Mikill eyrnamergur getur myndað harðan tappa í hlustinni, sem lokar henni með öllu. Auk þess, sem hann getur valdið svima og heyrnartruflunum, veldur hann oft verkjum, ískrandi kláða og húðin í hlustinni hálf meyrnar undan honum og verður tilvalin gróðrarstía fyrir sýklavöxt. Þetta getur leitt til tímabundinnar og jafnvel varanlegrar heyrnardeyfu. Eyrnamergur safnast aðallega fyrir þegar hlustaropið er óvenju þröngt eða ef mikill hárvöxtur er í því. Fitu- og svita- kirtlarnir geta einnig verið óheilbrigðir. Myndi þeir ekki nógu mikinn raka til að halda mergnum mjúkum, hættir honum til að harðna, áður en hann nær að komast út úr hlustinni. Ef mikill eyrnamergur sezt fyrir í inu með miðanum á. Sé gengið með lyf á sér í hylki á alltaf að hafa miða á því með nafni lyfsins og notkunarreglum. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 18

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.