Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 10
Hvaða nautn hefur barnið af að reykja? Börnum finnst reykurinn vondur í byrjun og njóta einskis af þeirri sælu, sem fullorðna fólkið getur fundið til. Það verður að venjast sígarettunni til að þykja hún góð og það getur tekið tíma. Meðan á því stendur er vandalaust að hætta. Hvað er það sem hefur áhrif á barnið? Fyrst og fremst afstaða innan heimilisins, meðal vina, kennara, lækna o. s. frv. Það velt- ur einnig á miklu hvað barnið les og hvaða áhrifum það verður fyrir af hljóðvarpi og sjónvarpi. Eitt af því, sem mestu veldur um að börn fara að reykja er, að sígarettureyking- ar eru almennt viðurkenndar, en lýðhyllin og viðurkenningin, sem þær njóta, eru þjóð- félagsleg fyrirbrigði, sem geta vitanlega breytzt, og þau hafa m. a. breytzt hjá lækn- um. Á síðustu 10 árum hefur fjöldi lækna hætt að reykja í Bandaríkjunum og er talið að þeir muni vera um ein milljón. Það er orðið sjaldgæft í Bandaríkjunum, að læknar reyki á læknafundum og þeir, sem gera það, fara beinlínis hjá sér. Hvað geta þeir fullorðnu gert? Gagnvart skólafólkinu getur haft mikil á- hrif að leggja áherzlu á það mikla heilsutjón, sem sígarettureykingarnar hafa í för með sér. Rannsóknir í Portland, Oregon í Banda- ríkjunum, sýndu, að með upplýsingastarf- semi og fortölum fækkaði tölu þeirra, sem reyktu í menntaskólunum um helming á einu skólaári. Sennilega verður þessi aðferð áhrifa- ríkust meðal æskufólks, sem er farið að gera framtíðaráætlanir; búið að ákveða eitthvert nám til að ná settu marki. Það liggur í aug- um uppi, að hættan af sígarettureykingum er allt önnur í augum 17 ára pilts, sem hefur hugsað sér að reykja, en manns, sem orðinn er 57 ára og hefur reykt í 40 ár. Táningurinn á erfitt með að hugsa sér sjálfan sig fertugan, óvinnufæran aumingja. Vísindamönnum er nýlega orðið ljóst, að örorka vegna reykinga getur átt sér stað jafnvel á unga aldri og kann að gera unglingana raunsærri á hættuna, sem reykingarnar hafa í för með sér. Eitt, sem virðist hafa mikil áhrif á hvort börn fara að reykja eða ekki, er afstaða þeirra til reykinga, sem yfir þeim ráða. Það er augljóst, að ef móðir, faðir, kennari eða fullorðinn flokks- foringi þeirra reykja, er hætta á að þau stæli þetta fólk og ákveði að byrja sjálf. Ef við ætl- um að hindra að ungt fólk fari að reykja, verðum við að skýra fyrir því, að það sem það gerir eða gerir ekki, hlýtur að hafa áhrif til ills eða góðs allt þeirra líf. Við verðum að gera þeim ljóst, að þau geta sjálf orðið orsök eigin heilsuleysis og eiga sök á þeim óþæg- indum og þeirri vanlíðan, sem því fylgir, og þetta hlýtur að verða þrándur í götu vaxtar þeirra og viðgangs. Við verðum að gera þeim ljóst, að þau bera ábyrgð á hvernig þau skipuleggja líf sitt, og gerðum sínum yfirleitt, ekki einungis gagnvart sjálfum sér, heldur einnig gagnvart öðrum, sem e. t. v. fara að dæmi þeirra. Þeim verður að skiljast, að þeim ber að vernda heilsu sína sem bezt, bæði sjálfra sín og annarra vegna. Ýmislegt bendir til þess, að táningarnir séu farnir að gera sér nokkra grein fyrir þeirri alvöru, sem yfir vofir. Víðtæk spurningaherferð, sem farin var á meðal táninga 1968, sýndi, að 91% þeirra töldu reykingar hættulegar heilsunni. Enn- fremur kom í ljós, að reykingar hafa minnkað um 9-10% innan vissra aldursflokka skól- anna. 45 af hundraði þeirra, sem spurðir voru, sögðust ekki mundu reykja næstu 5 ár, og rúmlega 37 af hundraði töldu að þeir myndu forðast reykingar með öllu. Bj. Bj. tók saman FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 10

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.