Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN Júlí 1935 Nr. 14. 2. árg., 6. hefti. Fjöldi bréfa hefir oss borist, síðan eigendaskiptin urðu að SAM- TÍÐINNI um síðustu áramót, og hafa lesendur vorir víðsvegar um land minst þar nokkuð á fyrirkomulag tímaritsins. Yfirleitt hafa þeir látið ánægju sína í Ijós yfir tilhögun þess, en sumir hafa gert smávægilegar athugasemdir við ritið, og erum vér þakklátir fyrir hvort tveggja. I ýmsum blöðum höfum vér séð SAMTÍÐARINNAR minst og hvar- vetna vinsamlega. Þó gefa ummæli tveggja blaða oss tilefni til smá- vægilegra skýringa, af því að þau eru bygð á misskilningi. Annað blað- ið mintist á það, að ekki væri samræmi í litnum á kápu SAMTÍÐAR- INNAR og virtist halda, að í því efni réði handahóf. En svo er ekki. Vér höfum af ásettu ráði, meðal annars afgre.iðslumönnum vorum til hægð- arauka, látið rauðu fletina á kápunni breytast með hverju hefti. Ann- ars eru litirnir á kápunni eingöngu valdir með það fyrir augum, að menn veiti ritinu athygli, hvort sem það liggur innan um blöð og tíma- rit á afgreiðsluborðum eða er sett til sýnis í búðarglugga. Hitt blaðið virtist telja það nokkurn annmarka við tímarit vort, að þar væri ekki seilst eftir nógu margvíslegu innlendu efni víðsvegar að. Hér er því til að svara, að SAMTÍÐINNI er fyrst og fremst ætlað að vera boðberi þeirra nýjunga, sem merkastar þykja í þeim nálega 30 erlendum tíma- ritum, sem vér höfum viðað að oss til þess að geta gert hana sem f jöl- breyttasta. Oss hefir virst, að hér á landi skorti ekki málgögn (blöð og tímarit) fyrir þær greinar, sem hér eru frumsamdar um ólíkustu efni. En á hitt hefir oss þótt skorta tilfinnanlega, að íslenskum lesendum hafi verið birtar í þýðingu eða útdrætti ýmsar mjög merkar ritgerðir, sem daglega birtast á erlendum vettvangi og m:kill þorri íslenskrar alþýðu fréttir aldrei um. örlítið brot af þess háttar fróðleik langar oss til að flytja lesendum vorum í hverju hefti, og vonum vér, að velunnarar vor- ir láti sér slíkt eftir atvikum vel lika. Af efni því, er birtist í þessu hefti, viljum vér m. a. benda á grein um stafsetn- Jngu á íslenskum fornritum eftir Halldór Kiljan Laxness. Enn fremur birtum vór framhald af sögunni Heimsendir eftir Jón Krist- Jansson. Þá flytur þetta hefti grein eftir einn af ágætustu rithöfundum Svía, próf. Fredrik Böök, er hann nefnir Um ritdóma.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.