Samtíðin - 01.07.1935, Side 8
6
SAMTÍÐIN
TIL ÍHUGUNAR.
Sanngirni og rökrétt hugsun eru
en ekki að dyrum viskunnar.
lyklar að dyrum þekkingarinnar,
Philip Cabot.
Bjartsýnn maður sér altaf opnar leiðir, hvernig sem örðugleikarnir
þyrma yfir hann. Bölsýnn maður sér jafnan örðugleika, hvernig sem
lánið leikur við hann.
Er það dapurlegt eða gott og blessað, að við skulum aldrei þekkja
neitt fólk til hlítar í lífinu nema okkur sjálf og stundum ekki einu
sinni það?
Enginn maður getur nokkurn tíma þekt annan mann gersamlega,
enda þótt þeir hafi verið saman alla ævi. Við lifum og deyjum einmana.
Engin jarðnesk vera fær skilið okkur til fullnustu né við hana. Þess
vegna þurfum við svo mjög á guði að halda.
Richard King.
Glæsilegur, fullþroska maður er eins og sverð, sem er til sýnis í
búðarglugga. Þeir, sem horfa á hið spegilfagra blað þess, hafa ekkert
hugboð um alla þá fágun, sem stálið í því hefir orðið fyrir, áður en
sverðsblaðið varð til í þessari mynd.
Henry Ward Beecher.
Mörg góð áform verða skeytingarleysinu að bráð. Ef við vanrækj-
um að framkvæma gott áform vegna kæruleysis, óþolinmæði eða mak-
ræðis, höfum við látið tækifæri ganga okkur úr greipum, spilt sjálfum
okkur og laumast burt frá þe:m gæðum, sem v.ið eigum kost á að öðlast.
Að vera í heiminn borinn, en hafa aldrei fæðst til lífsins, táknar
eyðilegging. Ef við ýtum skipi á flot og hirðum síðan ekki um það,
hlýtur skipið að farast. Sá maður, sem á sér hæfileika og grefur pund
sitt í jörðu, er illur þegn, því að lokum munum við verða dæmd ekki
einungis fyrir það, sem við höfum gert, heldur og fyrir það, sem við
hefðum getað gert.
Malthe Babcock.