Samtíðin - 01.07.1935, Page 10
8
SAMTÍÐIN
tennur, sem allir karlmenn urðu stór-
hrifnir af:
Hún var ættuð að austan,
ekkja fögur og rík,
en hárið og tennurnar hvítu
hvort tveggja úr Reykjavík.
Sami glettnislegi stígandinn er í
kvæðinu um bókina, sem skáldið fékk
léða hjá kunningja sínum af því, hve
fallegt bandið var á henni og upp-
hafskvæðið í henni var snoturt:
En að fletta þér allri
var erfiði’ og tímaskaði,
því í þér fann ég ekkert nýtt,
það var alt á fremsta blaði.
II.
Hver er þessi maður, sem kallar
sig Örn Arnarson og yrkir öðruvísi
en aðrir menn? hugsuðu ýmsir Ijóð-
elskir Islendingar árið 1920. Flestum
varð ógreitt um svör. Einhvern heyrði
ég segja, að þessi maður ætti heima
í Vestmannaeyjum, en ekki kunni sá
hinn sami meira að segja um skáldið,
og ekki vissi hann, hvað Örn hét réttu
nafni.
Fjögur ár liðu. Þá kom út lítil
ljóðabók eftir Örn, og nefndist hún
Illgresi. Nafnið á bókinni bar vott
um yfirlætisleysi þessa sérkennilega
höfundar, sem vildi um fram alt dylj-
ast og fá að lifa óáreittur, en það var
vægast sagt að því leyti rangnefni,
að hvergi skeikaði höfundi um listar-
tök. Það var sami ilmurinn úr þessu
grasi og verið hafði af smákvæðunum
hans 1920. Nú tjáði og ekki að dylj-
ast lengur. Það varð landfleygt, hver
maðurinn væri í raun og veru. En í
3. hefti Stuðlamála, sem út kom árið
1932, kom loks út smágrein um skáld-
ið og mynd af því framan við nokkr-
ar lausavísur, er þar birtust eftir
Örn.
Magnús Stefánsson heitir þetta
skáld réttu nafni og á heima í Hafn-
arfirði. Magnús er fæddur 12. des.
árið 1884 að Kverkártungu á Langa-
nesströnd í Norður-Múlasýslu. Hann
hefir verið í Flensborgarskóla
og Kennaraskólanum, sinn veturinn
í hvorum, en annars unnið fyrir sér
með allskonar störfum, m. a. versl-
unar- og skrifstofustörfum, og leit-
að sér mentunar með því að lesa bók-
mentir og ferðast, þegar hann hefir
átt þess kost.
III.
Það var auðséð á þeim kvæðum, er
birtust eftir Örn Arnarson 1920, að
þar var enginn hálfvaxinn oflátung-
ur á ferð. Þessum höfundi lá ekkert
á að opinbera heiminum, hver hann
væri. Hann gaf sér tíma til að hugsa
málið og fága kvæðin sín. í Stuðla-
málum er sagt, að Örn hafi farið víða
um land og víða verið. „Hann er orð-
lagður göngugarpur, og kunnugir
fullyrða, að nálega sé hann búinn að
ganga um alt landið þvert og endi-
langt“, stendur þar. Þetta lýsir mann-
inum að verulegu leyti. En hitt sýna
kvæði hans, að hann muni einnig víð-
förull maður um lönd ekki einungis
íslenskra, heldur og erlendra bók-
menta. Mér var sýndur þessi merki-
legi maður tilsýndar á götu í Hafn-
arfirði haustið 1931 og jafnframt
sagt, að sá væri háttur Arnar skálds,
að hann ynni stundum fyrir sér um
hríð, en settist síðan í helgan stein,