Samtíðin - 01.07.1935, Side 11

Samtíðin - 01.07.1935, Side 11
SAMTÍÐIN 9 viðaði að sér bókum og læsi þá það, sem hann kæmist yfir. En hann kvað ekki lesa bækur sínar í þeirri röð, sem þær verða fyrir honum, heldur flokkar hann þær að sögn eftir efni, að hætti sumra fræðimanna, áður en hann brýtur þær til mergjar. Þegar lllgresi kom út 1924, seldist það ört, eins og vænta mátti. Hefir til skamms tíma verið talið, að bókin væri uppseld með öllu. En á dögun- um, um líkt leyti og það vitnaðist, að til væru 30 eintök af Kviðlingum Kristjáns N. Júlíusar óbrunnin í ver- öldinni, komu einnig nokkur eintök af ljóðabók Arnar Arnarsonar í leit- irnar. Nú má gera ráð fyrir því, að þessi fáu eintök af bókinni gangi til þurðar á örskömmum tíma. Þá er hún orðin gersamlega ófáanleg öldum og óbornum, nema gömul eintök. Slíkt er ilt, og er að mínu áliti sjálfgert að gefa bókina út að nýju. Ætti ný út- gáfa af ljóðum Arnar að verða all- stór bók, því að sagt er, að skáldið eigi þó nokkur óprentuð kvæði í fór- um sínum. Ekki er mér kunnugt um, að Örn hafi ort í óbundnu máli, en þar sem ég er manninum gersamlega ókunnugur, má vel vera að svo sé. Heyrst hefir, að skáldið hafi skrifað mjög skarpleg og skemtileg bréf, og er trúlegt, að slík gögn mættu verða síðari tíma mönnum til aukins skiln- ings á þessum sérkennilega nöfundi, sem hingað til hefir þrátt fyrir mak- lega frægð dulist samtíðarmönnum sínum alveg furðulega. Örn Arnarson hefir ort kvæði, sem hann kallar Ásrún. í því kvæði er hann hvorki glettinn né hæðinn né bitur eins og sums staðar annars staðar, heldur ástaskáld í fremstu röð. Kvæðið er svona: I. Kvöldið var skuggasælt, hlýtt og hljótt og himininn prýddur stjörnum; öldurnar vögguðu okkur rótt, tveim austfirskum sveitabörnum. Á þilfari undum við, ég og þú, og indælt var saman að dreyma; við ætluðum okkur að byggja brú til bæjanna okkar heima. Við ætluðum okkur að byggja brú, sem bæri á milli stranda, og gengjum við alein, ég og þú, til ónumdra sólskinslanda. En aldrei varð hún bygð sú brú, og börnin er hætt að dreyma. Ég er á flótta, en fangi þú í firðinum þínum heima. II. Á gatnamótum myrkurs og dags við mættumst í hinsta sinni. Það mót var mér gjöf, sem þú gleymdir strax, en geymi ég enn í minni. 1 rödd þinni sumarið söng og hló, úr sólskini voru þín klæði, en mín voru úr haustsins húmi og ró og hélu að öðrum þræði. Og þú varst í fylgd með sumri og sól til suðursins hlýju geima, en ég fór með nótt að norðurpól, í nepjunni á ég heima.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.