Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 16
14
SAMTÍÐIN
ari, þótti afturhaldssamur í skoð-
unum.
5. Strindberg, August, (1849—
1912), alþekt sænskt skáld.
6. Heidenstam, Verner von, (1859
—), eitt besta Ijóðskáld Svía á
síðari árum.
7. Djákninn í Leksand, eitthvert
minni háttar sænskt skáld.
8. Sainte-Beuve (1804—69), mikils
metinn frakkneskur ritdómari.
9. Lamartine (1790—1869), frakk-
neskt skáld.
10. Stendahl, gervinafn fyrir M. H.
Beyle (1783—1842).
11. Balzac, Honoré de (1799—1850),
frakkneskur rithöfundur.
12. Janin, Jules (1804—74), frakk-
neskt tískuskáld.
13. Lafontaine, Jean de, (1621—
95), frakkneskur höfundur,
frægur fyrir „Dæmisögur" sín-
ar.
14. Boileau (1636—1711), frakk-
neskt skáld og ritdómari.
15. Moliére (1622—73), frægasta
leikritaskáld Frakklands.
16. Racine (1639—99), annað stór-
frægt leikritaskáld, frakkneskt.
I. L. L.
Leikkona nokkur var óánægð með
leik eins af mótleikendum sínum og
mælti:
— Ef þér væruð maðurinn minn,
þá skyldi ég gefa yður svo duglega
á hann, að hausinn fyki af yður.
Leikarinn horfði góðlátlega á leik-
konuna og mælti:
— Kæra frú, ef ég væri maðurinn
yðar, mundi ég þakka guði fyrir að
sleppa svo vel.
Sá var góður --
Einu sinni kom maður nokkur inn
í rakarastofu og hafði með sér lítinn
dreng. Maðurinn bað rakarann um
að raka sig og klippa og þvo sér auk
þess rækilega um höfuðið.
Þegar öllu þessu var lokið, mælti
gesturinn kæruleysislega:
— Hvernig er það, seljið þið tó-
baksvörur?
— Nei, því miður gerum við það
nú ekki, ansaði rakarinn, — en það
er tóbaksverslun hérna hinu megin
við götuna, beint andspænis okkur.
— Ágætt, mælti gesturinn, — þá
ætla ég að skreppa þangað og kaupa
mér eitthvað að reykja; þér klippið
drenginn á meðan.
Tuttugu mínútur liðu, og rakarann
fór að lengja eftir manninum, en það
bólaði ekki á honum.
— Hann ætlar að vera nokkuð
lengi, hann pabbi þinn, mælti hann
loks við drenginn. Hann hlýtur að
fara að koma.
— Þetta var ekki faðir minn, ans-
aði drengurinn. — Ég hefi aldrei séð
þennan mann fyr; hann mætti mér á
götunni og spurði mig, hvort ég vildi
ekki láta klippa mig ókeypis. Og ég
hafði auðvitað ekkert á móti því.
Golf-kennarinn (sem sér hvar tvær
stúlkur koma gangandi): Ætlið þið
að læra golf?
Önnur stúlkan: Ekki ég, fheldur
tinstiilka mín; ég lærði það í gær.