Samtíðin - 01.07.1935, Page 21
SAMTÍÐIN
19
veturna 1802—’03 og 1803—’04, og
hafa þeir fyrirlestrar vafalaust haft
geysimikil áhrif á unga mentamenn,
sem þá dvöldust í Kaupmannahöfn.
Það, sem hér skiptir mestu máli, er,
hvort Bjarni Thorarensen muni hafa
hlustað á þá. Ég hefi ekki við hönd-
ina nein gögn, er fái skorið úr þessu,
né heldur úr því, hvort þeir Bjarni
og Oehlenschláger hafi þekst per-
sónulega. Ef til vill er hægt að svara
því með fullri vissu, þó að þess sé
ekki kostur hér. Langsennilegast þyk-
ir mér, að Bjarni hafi hlýtt á fyrir-
lestra Steffens. Fer varla hjá því, að
hann hafi nytfært sér þá fræðslu, sem
þar var að fá, enda hefir fyrirlestra-
starfsemi Steffens þótt heldur en ekki
viðburður í Khöfn um þær mundir.
Rómantiska stefnan fór um þjóð-
irnar eins og vorþeyr og bræddi af
þeim klakadróma upplýsingar- og
fræðslualdarinnar. Hin nýja stefna
tók mið af heiðbláum menningarhá-
tindum löngu liðinna alda, sem nú
urðu í meðvitund hinna nýju spá-
manna að óviðjafnanlegri gullöld. En
við þetta vanst það m. a., að þjóðir
þær, sem urðu fyrir áhrifum þessarar
stefnu, vöknuðu til manndóms og
ræktarsemi við menningu sína.
Annað eins hefir nú borið við og
að slík hugsjónastefna hefði ásamt
sollinum í Kaupmannahöfn megnað
að sundra sál hins unga íslenska ljóð-
skálds. En sveinninn Bjarni var karl-
menni. Hann hafði og ekki til einskis
alist upp á þeim slóðum, sem höfund-
ur Njálu hafði að baksýn þeirra at-
burða, sem sú saga lýsir af fádæma
snild, og laugað hugann ungur í hinu
klassiska heiði íslenskra fornbók-
menta. Það er trúlegt, að þekking
Bjarna á fornbókmentum vorum hafi
varðað leið hans einna best í storm-
inum á Hafnarslóð. I þeim fræðum
hefði Bjarni vel mátt verða kennari
Oehlenschlágers, þeim síðarnefnda
til ómetanlegs gagns. En nú fór svo,
að bókmentastefna sú, er Oehlen-
schláger á að miklu leyti frægð sína
að þakka, vakti einnig Bjarna Thor-
arensen til meðvitundar um skáld-
köllun sína.
Við lestur á kvæðum Bjarna Thor-
arensens kemur í Ijós, að form hans
bendir til tímamóta. Sum kvæðin eru
bersýnilega hálfvaxin út úr vöfum
upplýsingaraldarinnar. Það vottar
fyrir þessu í kvæðinu Eldgamla ísa-
fold, þar sem Bjarni hikar ekki við
að segja um kristalsárnar „á hverj-
ar sólin gljár“. En sum af kvæðum
hans eru beinlínis það stirð, að örð-
ugt er að lesa þau upphátt. Ég skal
t. d. taka upp fyrsta erindið úr kvæð-
inu Drykkjuvísa; það er á þessa leið:
Biðillinn hleypir hart á stað,
hól og grund sem fugl yfir líður,
hýbýlum sinnar unnustu að
elding skjótar þjótandi ríður.
En fyrir slíkan óþarfnað
aldrei skal ég hvíld minni raska;
því hjó mér kúrir æ í hverjum stað
mín hjartans ástarkærasta flaska.
Þegar haft er í huga, að Bjarni
var góður söngmaður, sem kunni að
meta vín og víf, eða eins og Þjóð-
verjar orða það: „Wein, Weib und
Gesang“, finst oss ekki til um þenn-
an kveðskap, og mundum vér lítt
sakna hans úr ljóðabók skáldsins. Til
samanburðar má nefna hin óviðjafn-
anlegu, léttu, lýrisku og fáguðu kvæði