Samtíðin - 01.07.1935, Side 25

Samtíðin - 01.07.1935, Side 25
SAMTÍÐIN 23 UM STAFSETNINGU A FORNSÖGUM. EFTIR HALLDÓR KILJAN LAXNESS. Þeim, sem einhvern tíma hafa séS íslenskar fornsögur í handritum, mun koma undarlega fyrir sjónir stafsetn- ing sú, sem notuð er á þeim útgáfum fornrita, sem ætlaðar eru íslenskum al- menningi til lesturs, eins og til dæmis útgáfum Fornritafélagsins. Stafsetn- ingin á þessum útgáfum, hin svo nefnda samræmda stafsetning, er saman soðin af málfræðingum síðari tíma, og er jafnfrábrugðin stafsetn- ingu hinna gömlu handrita eins og stafsetningu íslensks nútímamáls. — „Samræmdur“ ritháttur finst ekki í fornritunum, hann er nokkurs konar esperantó, sem málfræðingar hafa fundið upp sér til dundurs. Hann hefir ekkert vísindalegt gildi, heldur er hann þvert á móti fölsun á rithætti hinna fornu skrifara. Þeir, sem ætla sér að rannsaka sögu ritaðs máls á íslandi, verða að fara í handritin sjálf og gera rannsóknir sínar orð fyrir orð, teikn fyrir teikn. Einu fullgildar útgáfur vísindalegar af fornritunum eru þær, sem prenta upp handritin stafrétt, og þá auðvitað fyrst og fremst ljósprentanir af handritunum. Aðrar útgáfur, eins og til dæmis útgáfur Fornritafélagsins, sem ætl- aðar eru nútíma alþýðu til lesturs, eiga aftur á móti að vera prent- aðar með þeirri stafsetningu, sem notuð er í landinu nú á dögum. Fornmenn skrifuðu málið með sinni stafsetningu, við skrifum sama mál- ið með okkar stafsetningu. Útgáfur fornritanna eiga að fylgja þeim breyt- ingum sem stafsetningin tekur um leið og tímarnir líða, því aðeins halda þau áfram að vera ný og lifandi fyrir íslenska lesendur öld fram af öld. Það er fjandskapur við fornbókmentir vorar að setja þær af stafsetningar- ástæðum utan við lifandi ritmál þjóð- arinnar, eins og það er á hverjum tíma. Fornritin eru ekki upphaflega skrifuð með neinni samræmisbund- 1884 og Sýslumannaævir Boga Bene- diktssonar, enda er greininni ekki ætlað annað hlutverk en það, að benda á nokkur megineinkenni í kveð- skap Bjarna í þeirri von, að þeir æskumenn þjóðar vorrar, sem ekki þekkja nema örlítið brot af kvæðum hans, taki sig nú til og lesi meira af beim sér til sálubótar. Kveðskapur Bjarna er holt og hressandi lestrar- efni, enda er það rétt, sem Kristján Albertson segir í inngangsritgerð sinni að úrvalsljóðum skáldsins 1934, að Bjarni sé „einn höfðinglegasti, karlmannlegasti andi, sem land vort hefir alið, og heittrúaður á ágæti ís- lensks kyns, á lífið og á guð“.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.