Samtíðin - 01.07.1935, Síða 26
24
SAMTÍÐIN
inni stafsetningu, og gera, meðal ann-
ars þess vegna, síst kröfur til að
verða keyrð í dauðar viðjar hótfynd-
inna skólaspekinga, sem vilja fyrir
hvern mun, dauðum höndum, þræla
öllu út úr sambandi við lifanda líf og
heilbrigða skynsemi, og setja dauðar
reglur að drottinvaldi yfir hverju því,
sem þeir koma nálægt. íslenskir nú-
tímalesendur eiga kröfu á því, að
þessu málfræðingabrauki sé hætt, og
alþýðuútgáfum Islendingasagna sé
leyft að fylgja hinu lifandi máli þjóð-
arinnar öld fram af öld, þótt bókstaf-
ir séu lagðir niður og aðrir upptekn-
ir, hljóð deyi út og önnur myndist.
Málið er í eðli sínu hið sama, þrátt
fyrir kvikandi gára á yfirborðinu.
— Samræmda stafsetningin, þetta
hvimleiða málfræðinga-esperantó,
hrindir lesandanum frá sögunum, eins
og allar dauðar reglur hljóta að gera,
en með eðlilegri stafsetningu verður
hverjum manni augljóst, sem les, að
sögustíllinn er ekki dauður bókstaf-
ur, heldur okkar eigið mál, sem vér
notum þann dag í dag, fagurt og lif-
andi nútímamál.
Eg skal tilfæra hér upphafið á
Landnámu og upphafið á íslendinga-
bók með þrem ritháttum, a) stafsetn-
ingunni eftir því, sem næst verður
komist handritunum, b) hinni sam-
ræmdu stafsetningu málfræðinganna,
og c) almennri nútímastafsetningu.
1. dæmi:
a)
I Alldar fars bók þeiri er Beda
prestr heilagr gerdi er getid eylandz
þess er Thile heiter ok a bókum er
sagt at liGi .vj. dægra sigling nordi'