Samtíðin - 01.10.1936, Page 5

Samtíðin - 01.10.1936, Page 5
SAMTIÐIN Október 1936 Nr. 26 3. árg., 8. hefti MERKUR, erlendur læknir kemst bannig að orði um nauðsyn þess, að harnaskólar séu vistlep og holl húsa- kynni: — Um margra ára skeið öðlast harnið bæði andlega og líkamlega fræðslu innan skólaveggjanna. Þess vegna er nauðsynlegt, að barnaskólarnir séu bæði holl og vistleg húsakynni. Skólavistin á vera heilsusamleg og skemtileg í senn. 0f> hörnin eiga að kunna vel við sig í skólanum. Þetta virðist nú liggja i aug- "m uppi, en þó er þessi skoðun engan 'eginn gömul; hún er ávöxtur af hugs- nnarhætti nýrrar aldar. Skóla á helst að reisa i hæfilegri fjarlægð frá aðalum- ferðargötum bæjanna, svo að umferðar- sharkalinn valdi ekki ónæði í kenslu- siundunum og börnunum geti ekki staf- hætta af umferðinni í frímínútum. ‘ kóli á að vera a. m. k. í 100 metra fiar- frá hermannaskálum, fangelsum, ' ‘i'Urhúsum, vörugevmsluhúsum og ,r«iugörðum. Hins vegar eiga skólar að 'eya þar, Sem hægast er að sækja til ’eirra. en þar af leiðandi miðsvæðis í euidæmi sínu. f Frakklandi er bað bann- með lögum, að börn megi sækia skóla ’ui lengri veg en 2 km., en í Sviss má ^c'ð þeirra í skólann vera 5 km. f Pól- /*ndi eru börn sums staðar flutt ókeypis skólann á kostnað þess opinbera. f r°nd við skólana verða að vera sæmi- ^egir leikvellir. f belgiskri kenslubók j P£J vekist á. að ráðlegt sé að bekia 'ellina sandi og strá clorcalcium á þá við og við. Þannig er leikvöllur mentaskólans í Gautaborg, og er hann tvisvar á ári stráður clorcalcium. Kost- ar það 125 krónur í hvert sinn, og er talið, að slík meðhöndlun mundi kosta 25 þúsund krónur í eitt skipti fyrir öll. Mjög æskilegt er, að skólar eigi sér garða, þar sem hvert barn fær sérstak- an reit til ræktunar. Æskilegast er, að kenslustofur skólans séu allar sama megin í húsinu og gangur hinum megin, því að miklu óráðlegra er, að gangurinn sé miðsvæðis í húsinu og kenslustofurn- ar sitt til hvorrar handar. Aftur á móti verða staðhættir og lega landanna að skera úr um það, í hvaða átt skólaglugg- arnir eigi helst að snúa. f norðlægum löndum kjósa menn sólríkar kenslustof- ur, cn í suðlægum löndum er leitast við að haga húsaskipun þannig í skólum, að forsæla og svali sé í skólastofunum. Lík- lega er einna ráðlegast, að gluggar á skól- um snúi móti austri og vestri, því að ekki má skemma sjón barnanna með of- birtu. Yitanlega á að hita alla skóla með miðstöðvarhitun, m. a. til þess að forð- ast kolareyk og öskuryk. Dyrnar á skóla- stofunum verða að opnast út í gangana. Hurðirnar eiga að falla alveg að gang- veggnum, og eiga dvrnar að vera það breiðar. að tvö börn geti hæglega gengið samhliða í gegnum þær. Heill hverrar þjóðar bvggist á því. að börn hennar hljóti sem hollasta og bestn aðbúð.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.