Samtíðin - 01.10.1936, Síða 6
4
SAMTÍÐIN
Islensk kona gerist húsameistari
Viðtal við ungfrú Halldóru Briem
Við Tekniska háskólann í Stokk-
hólmi stundar um þessar mundir
nám fyrsti íslenskur kvenstúdent,
sem valið hefir sér húsagerðarlist að
viðfangsefni, ungfrú Halldóra Briem
frá Akranesi, dóttir síra Þorsteins
Briem alþm. Halldóra lauk stúdents-
prófi við Mentaskólann i Beykjavík
vorið 1935 og sigldi haustið eftir til
Stokkliólms til þess að nema þar
liúsagerðarlist.
Samtíðin hefir hitt ungfrú Hall-
dóru að máli og spurt hana, hvernig
lienni liki raámið. Eftirfarandi sam-
tal er ritað í Stokkhólmi í sumar, er
Halldóra var nýkomin til bæjarins
úr stuttu sumarleyfi utan úr Skerja-
garðinum skamt þaðan.
— Þér megið kallast brautryðj-
andi, þar sem engin íslensk kona lief-
ir áður lagt stund á byggingarvísindi
austan megin Atlantsliafsins að
minsta kosti.
— Frá því er ég var barn, svarar
ungfrúin, — hefir hugur minn
hneigst mjög að öllu því, er að húsa-
byggingum lýtur. Ég var varla farin
að draga til stafs, er ég var altaf að
teikna hús. Lengi vel mintist ég þó
ekki á það við nokkum mann, að
mig langaði til að lesa byggingar-
fræði. Þó kom að því, að ég gat ekki
lengur þagað yfir þessari þrá minni,
og þegar ég fór í Flensborgarskólann
í Hafnarfirði haustið 1930, ákvað ég
að láta síðar verða af því, að lesa
Halldóra Briem
byggingarverkfræði. Að afloknu
gagnfræðaprófi árið 1932 fór ég i
stærðfræðisdeild Mentaskólans og
lauk þar stúdentsprófi vorið 1935.
— Hvernig líkar yður svo námið
hér i höfuðstað Svíþjóðar, og hverraig
er þessu raámi hagað hér?
— Ég get nú auðvitað ekki svarað
því lil fullnustu, hvernig mér
muni falla þetta nám, þar sem ég
liefi aðeins stundað það vetrarlangt,
segir ungfrúin, — en það, sem af er,
líkar mér ágætlega. Hvað námstilhög-
uninni viðvíkur, er þvi til að svara,
að áætlað er, að þetta nám taki 4—5