Samtíðin - 01.10.1936, Side 12
10
SAMTÍÐIN
ið kemur í síðasta lagi innan þriggja
ára. Allir þeir, sem við utanrikis-
mál i'ást og nokkra ábyrgðartilfinn-
ingu hafa, eru mjög smeykir við, að
til alvarlegs áreksturs dragi milli
stórveldanna i Evrópu. Það er þetta,
sem alt snýst nú um liér i álfu.
Skærurnar og deilurnar í öðrum
lieimsálfum eru næsta litils virði í
samanburði við það,. livort takast
megi að vai'ðveita friðinn heima
fyrir, miðað við velgengni okkar
Evrópumanna. En nýr ófriður í Ev-
rópu getur liaft ægilegri afleiðing-
ar en nokkurn dreymir um. Vist er
um það, að eftir slíkan ófrið verð-
ur ekki jafnauðvelt að ná aftur
tökum á mörkuðUnum utan álfunn-
ar og það reyndist 1919.
Ríkin i Evrópu verða að varð-
veita friðinn sín á milli og mynda
sterka og órjúfanlega heild. Af
þeirri orsök lél ég blöð mín ráðast
jafnlieiflarlega á allan undirróður-
inn gegn Itölum í sambandi við árás
þeirra á Abessiníu. Ilvers vegna
tóku allir þessir undirróðursmenn
svo ákaft málsstað Abessiníu? Ef
slíkt hefir eingöngu verið gert af
óbeit á einræðinu á Italíu, tel eg
það vera frámunalega bjánalegt og
fljótfærnislegt. Vonandi hefir um-
liyggja þessara undirróðursmanna
fvrir velferð Abessiníu stjórnast af
göfugri lcendum? En livað sem því
líður: Mundi nokkur þeirra hafa
vilja ganga móti ílölsku vélbyssun-
um Abessiníu vegna? Tæplega. En
undirróður þeirra liefði þó leitt til
Evrópuslríðs, ef stjórn Englands
Iiefði ekki verið jafn staðfösl og ró-
leg og raun var á,
Áður fyr gátu menu lilegið að því,
þegar lalað var um ítali sem slór-
veldi, er réði yfir lier. En nú er
annað uppi á teningnum. Nú er
Ítalía komin í röð liinna ægilegu
stórvelda og ræður orðið yfir full-
komnustu vígvélum og skæðasla
flugher, sem til er.
Það, sem Evrópufriðnum stafar
núna mest liætta af, segir Rother-
mere að lokum, er andúð sú, er
stórveldi Evrópu liafa sýnt ítölum.
Slíkt útilokar nefnilega samvinnu
við þá, og er að því leyti stórliættu-
legt. En að liinu leytinu tel eg hina
sífeldu stjórnmálaólgu í Frakklandi
banvæna friðinum í álfunni. Frakk-
land er eins og sjóðandi nornaket-
ill. Þar er alt i uppnámi, og enginn
getur reiknað út, hvað sú ólga kann
að hafa i för með sér. Það er
þriimuveður yfir Evrópu, en eng-
inn veit, hvar fyrstu eldingunni lýst-
ur niður.
E----------------------------F
hver áskrifandi Samtíðarinnar út-
vegaði þó að ekki væri nema einn
nýjan áskrifanda, mundi framtið
tímaritsins vera trygð í bráð og
lengd. Vinir og velunnarar um land
alt, styðjið að vexti og viðgangi
Samtíðarinnar. Munið, að hún flyt-
ur ykkur árlega 320 blaðsíður af
fræðandi og skemtandi lesmáli fyr-
ir einar 5 krónur. Samtíðin er tíma-
rit heimilanna. Hún á erindi lil
allra, ekki síst þeirra, sem nauman
tíma hafa til lestrar. Ekkert íslenskt
heimili ætti að neita sér um þetta
ódýra rit.