Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 18
16 SAMTÍÐIN Karl í lyftu Hann er orðinn gamall, og allan liðlangan daginn stendur liann upp á endann í lyftu i sex liæða húsi. Hann er lyftukarl þarna í húsinu og nýtur vinsælda i starfi sínu. Nú er hringt neðan af neðstu hæð! Hann niður. — Gerið þér svo vel. — Þriðja hæð! Hann upp. — Þakk’ fyrir, segir forstjóri líf- tryggingarfélagsins og réttir lyftu- karlinum 10 aura. — Þakk’ yður kærlega fyrir, þakk’ fvrir. Nú er aftur hringt. Hann niður. Það er ungur maður, ákaflega glaðlegur á svipinn. Hann ætlar upp í skrifstofu á annari hæð; þar á hann að fá góða stöðu. ungir menn, sem allir eru innan við tvitugt, skuli ráðast á lækni, sem c á leið til sjúklings, og mvrða hann. Þeir höfðu vist 30 dollara upp r krafsinu. Nei, ófarnaður æskulýðs- ins i þessum efnum er ægilegastur af öllu, sem nú er við að striða okkar vettvangi, segir hr. Prender gast að lokum. — Móti glæpahneigð æskulýðsins ættu foreldrar, blöð, bókmentir og kvikmyndir að berj- ast. Það verður að skýra æskunni frá því, að glæpur getur aldrei svar- að kostnaði. Við ættum að skira „óvini þjóðfélagsins" „rottur þjóð- félagsins“. — Trallalalla, heyrist hann segja. — Gerið þér svo vel, önnur bæð. segir lyftukarlinn. — Þakk’ fyrir, segir ungi maður- inn, en hann hugsar meira um nýju stöðuna sína heldur en að gefa vesalings lyftukarlinum 10 aura. Rrrrrrrr. Nú er hringt uppi á fimtu hæð. Lyftan þokast upp. — Gerið þið svo vel. Það er piltur og stúlka. Þau ætla út til þess að borða morgunverð saman. Þau eru ekki hjón, því að þau brosa hvort U1 annars. Lyftan sígur. — Gerið svo vel. — Þakk’ fyrir. Nú kemur aftur karlmaður og kvenmaður. Þau eru ung og glöð i bragði. Þau ætla að fara að kaupa sér leyfisbréf. — Gerið þið svo vel. — Við ætlum upp á fyrstu bæð. Lyftan bækkar. — Gerið svo vel. Rrrrrrrr. Lyftan niður. Reiður maður segir: Andskotinn! Hve lengi á maður að banga bér og hringja? Fjandinn er þetta. — Eg get ekki látið lyftuna fara hraðara. — Hvem fjandann eru þér þá að bangsa þarna? Hér þarf engan lyftukarl. Eg ætla upp á fimtu hæð. — Gerið svo vel. Lyftan fer upp á fimtu hæð. Ger- ið þér svo vel. Lvftan niður. Maður og kona koma inn um dyrnar. Þau eru mjög alvarleg. — Fjórða hæð. — Nú, já, já, þau ætla til lög- fræðingsins. Það er ef til vill skiln-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.