Samtíðin - 01.10.1936, Side 30
28
SAMTÍÐIN
Látnir lifa
Nýlega skrifaði rithöfundur einn
þannig um Georg Brandes:
— Georg Brandes er i dag ann-
að og meira en röð af rykugum
bókum í hillum hókasafnanna.
Deilurnar um hann féllu engan
veginn niður við andlát lians. Hann
er einn af þeim látnu, sem lifa.
Hann laðar menn að sér eða fælir
þá frá sér, vekur aðdáun eða við-
bjóð -— en enginn getur látið sér
fátt um hann finnast. Enn þá megn-
ar hann að orka á hugi manna og
koma þeim lil að skrifa. Enginn
maður í Danmörku hefir verið
hyltur og óvirlur, varinn og hor-
inn jafnmiklum óhróðri og Brand-
es, og fáar endurminningar, bók-
menlalegar ritgerðir og aðrar slík-
ar frásagnir eru ritaðar á ættjörð
hans enn þann dag í dag svo, að
hans sé þar ekki minst. Menn
vitna lil ummæla hans og reyna til
að lirekja skoðanir lians. Siðan
hann andaðist, árið 1927, hafa hók-
mentirnar um hann farið vaxandi
jafnt og þétt. Um liann hafa verið
skrifaðar nálega tíu stórar baakui'
og óteljandi blaða- og tímarita-
greinar.
Eflið íslenskan iðnað
með því að kaupa leðurvörur frá sútunarverksmiðju S. 1. S. á Akureyri. í útsölu Gefjunar, Laugavegi 10, Reykjavík, getið þér fengið margar tegundir af
Leðri og skinnum
og vörum úr þessum efnum, svo sem Jökkum, kápum, húfum, bílstjórahönskum o. fl. Þar er ennfremur telcið á móti pöntunum á: LEÐRI til söðlasmíða og aktýgja, húsgagnagerðar o. fl. — Skinnum til fatagerðar, hanskagerðar o. fl.